Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 22:50 Louise og David Turpin þegar þau voru leidd fyrir dómara í dag. Vísir/EPA Foreldrarnir sem sakaðir eru um að hafa haldið þrettán börnum sínum föngnum á heimili þeirra í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa neitað sök.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld en þar segir að David og Louise Turpin séu sökuð um pyntingar, misþyrmingar og frelsissviptingu. Þau voru handtekin eftir að sautján ára gömul dóttir þeirra náði að flýja heimilið og gera lögreglu viðvart um málið. Lögreglan sagði stúlkuna hafa litið út fyrir að vera tíu ára gamla sökum vannæringar og illrar meðferðar sem hún hafði hlotið á heimili sínu. Þegar lögreglan fór inn á heimili hjónanna fann hún þar fyrir 12 systkini stúlkunnar við ömurlegar aðstæður en sum þeirra voru hlekkjuð við rúm.Heimili hjónanna þar sem börnunum var haldið.Vísir/GettyHéraðssaksóknari í Riverside-sýslu hefur lesið upp þau atriði sem Turpin-hjónin eru sökuð um. Eru þau sögð hafa refsað börnunum sínum með því að binda þau föst, fyrst með reipi en seinna meir með keðjum sem þau festu með hengilásum. Saksóknarinn sagði þessar refsingar hafa staðið yfir vikum saman, jafnvel mánuðum, og urðu þær harðari eftir því sem leið á. Hann bætti því að börnin hefðu ekki einu sinni fengið að fara á salernið á meðan refsingunni stóð. Börn hjónanna eru á aldrinum tveggja til 29 ára en þau hafa verið vistuð á sjúkrahúsi síðan þau voru frelsuð. Börnin þurftu að þola reglulegar barsmíðar, þar á meðal kyrkingar. Þau fengu aðeins að fara í sturtu einu sinni á ári. Börnin vöktu á næturnar og sváfu á daginn, þau máttu ekki leika sér með leikföng og fundust leikföng fyrir utan heimili þeirra sem voru ennþá í pakkningunum. Ef börnin þvoðu hendur sínar fyrir ofan úlnlið voru þau sökuð um að leika sér að vatninu og var refsað. Foreldrarnir leyfðu þeim aðeins að borða eina máltíð á dag og áttu það til að kaupa köku og koma henni fyrir þar sem börnin sáu en máttu alls ekki borða.Frá blaðamannafundi þar sem héraðssaksóknari las upp ásakanir á hendur hjónunum.Vísir/GettyBörnin hafa aldrei farið til tannlæknis og fóru síðast til læknis fyrir fjórum árum. Börnunum skortir alla grunnþekkingu á daglegu lífi og vissu til dæmis ekki hvað lögregluþjónn var. Barnið sem er tveggja ára gamalt var í eðlilegri þyngd en öll systkini þess voru vannærð. Barn hjónanna sem er tólf ára gamalt var jafn þungt og sjö ára gamalt barn og barn hjónanna sem er 29 ára gamalt var aðeins 37 kíló. Nokkur þeirra eru skert á vitsmunum og hafa hlotið taugaskaða vegna ofbeldis sem þau urðu fyrir. Sum þeirra gátu lesið og skrifað en lögreglan komst yfir dagbækur sem börnunum var leyft að halda. Áður en þau fluttu til Kaliforníu bjuggu þau í Texas. Á einum tímapunkti í lífi þeirra bjuggu foreldrarnir í öðru húsi og komu reglulega við með mat. Ef hjónin verða fundin sek þá eiga þau yfir höfði sér 94 ára fangelsisvist í það minnsta og allt að lífstíðar fangelsisvist. David Turpin á einnig yfir höfði sér ásökun um ósæmilega hegðun í garð barns undir fjórtán ára aldri. Tengdar fréttir Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Foreldrarnir sem sakaðir eru um að hafa haldið þrettán börnum sínum föngnum á heimili þeirra í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa neitað sök.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld en þar segir að David og Louise Turpin séu sökuð um pyntingar, misþyrmingar og frelsissviptingu. Þau voru handtekin eftir að sautján ára gömul dóttir þeirra náði að flýja heimilið og gera lögreglu viðvart um málið. Lögreglan sagði stúlkuna hafa litið út fyrir að vera tíu ára gamla sökum vannæringar og illrar meðferðar sem hún hafði hlotið á heimili sínu. Þegar lögreglan fór inn á heimili hjónanna fann hún þar fyrir 12 systkini stúlkunnar við ömurlegar aðstæður en sum þeirra voru hlekkjuð við rúm.Heimili hjónanna þar sem börnunum var haldið.Vísir/GettyHéraðssaksóknari í Riverside-sýslu hefur lesið upp þau atriði sem Turpin-hjónin eru sökuð um. Eru þau sögð hafa refsað börnunum sínum með því að binda þau föst, fyrst með reipi en seinna meir með keðjum sem þau festu með hengilásum. Saksóknarinn sagði þessar refsingar hafa staðið yfir vikum saman, jafnvel mánuðum, og urðu þær harðari eftir því sem leið á. Hann bætti því að börnin hefðu ekki einu sinni fengið að fara á salernið á meðan refsingunni stóð. Börn hjónanna eru á aldrinum tveggja til 29 ára en þau hafa verið vistuð á sjúkrahúsi síðan þau voru frelsuð. Börnin þurftu að þola reglulegar barsmíðar, þar á meðal kyrkingar. Þau fengu aðeins að fara í sturtu einu sinni á ári. Börnin vöktu á næturnar og sváfu á daginn, þau máttu ekki leika sér með leikföng og fundust leikföng fyrir utan heimili þeirra sem voru ennþá í pakkningunum. Ef börnin þvoðu hendur sínar fyrir ofan úlnlið voru þau sökuð um að leika sér að vatninu og var refsað. Foreldrarnir leyfðu þeim aðeins að borða eina máltíð á dag og áttu það til að kaupa köku og koma henni fyrir þar sem börnin sáu en máttu alls ekki borða.Frá blaðamannafundi þar sem héraðssaksóknari las upp ásakanir á hendur hjónunum.Vísir/GettyBörnin hafa aldrei farið til tannlæknis og fóru síðast til læknis fyrir fjórum árum. Börnunum skortir alla grunnþekkingu á daglegu lífi og vissu til dæmis ekki hvað lögregluþjónn var. Barnið sem er tveggja ára gamalt var í eðlilegri þyngd en öll systkini þess voru vannærð. Barn hjónanna sem er tólf ára gamalt var jafn þungt og sjö ára gamalt barn og barn hjónanna sem er 29 ára gamalt var aðeins 37 kíló. Nokkur þeirra eru skert á vitsmunum og hafa hlotið taugaskaða vegna ofbeldis sem þau urðu fyrir. Sum þeirra gátu lesið og skrifað en lögreglan komst yfir dagbækur sem börnunum var leyft að halda. Áður en þau fluttu til Kaliforníu bjuggu þau í Texas. Á einum tímapunkti í lífi þeirra bjuggu foreldrarnir í öðru húsi og komu reglulega við með mat. Ef hjónin verða fundin sek þá eiga þau yfir höfði sér 94 ára fangelsisvist í það minnsta og allt að lífstíðar fangelsisvist. David Turpin á einnig yfir höfði sér ásökun um ósæmilega hegðun í garð barns undir fjórtán ára aldri.
Tengdar fréttir Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48
Foreldrar í haldi grunaðir um að hafa haldið 13 börnum föngnum á heimili sínu 17 ára stúlku tókst að flýja heimilið í gær og hafa samband við lögregluna. 15. janúar 2018 23:27
Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04