Ísfirðingar vilja nýjan flugvöll í Skutulsfjörðinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 20:10 Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson.
Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira