Ísfirðingar vilja nýjan flugvöll í Skutulsfjörðinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 20:10 Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Fréttir af flugi Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson.
Fréttir af flugi Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira