Ísfirðingar vilja nýjan flugvöll í Skutulsfjörðinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 20:10 Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Fréttir af flugi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson.
Fréttir af flugi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira