Mengun í höfuðborginni mældist tvöföld á við mengunina frá Eyjafjallajökli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. janúar 2018 20:00 Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira