„Stærsta skref í jafnréttismálum síðan konur fengu kosningarétt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 22:00 Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women segir að það sé nú hlutverk karla að taka frumkvæði í MeToo umræðunni og líta í eigin barm. Vísir/Stefán Það var frábært frumkvæði hjá þessu öfluga fyrirtæki á Norðfirði að standa fyrir þessum fundi,“ segir Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Magnús Orri hélt fund um karlmenn og MeToo umræðuna í Egilsbúð í Neskaupstað í dag á vegum Síldarvinnslunnar. 70 manns mættu á fundinn, bæði konur og karlar. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Síldarvinnslunnar er var opinn öllum fyrir Austan. Magnús Orri fjallaði um ábyrgð karlmanna í breyttum heimi ekki síst í ljósi nýrra viðhorfa sem tengjast #metoo byltingunni. Í máli hans kom fram hvatning til karlmanna um að endurskoða viðhorf sín og hegðun í garð kvenna. Á fyrirlestrinum lásu þær Ingibjörg Þórðardóttir, Birta Sæmundsdóttir og Sólveig Helga Björgúlfsdóttir frásagnir kvenna sem orðið hafa fyrir áreitni. Magnús Orri sagði í símaviðtali við Reykjavík síðdegis að fyrirtækið hafi tekið þessa ákvörðun til þess að auka vitund karlmanna um það sem er að gerast og bylgjuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu vikur. „Konur eru að stíga fram og segja, við erum búnar að fá nóg.“ Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum Síldarvinnslunnar. Í samtali við Stundina sagði hann að konum verði að líða vel á vinnustað. Sjá einnig: Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Magnús Orri segir að erlendir birgjar og framleiðendur véla og tækja stundi að senda slík dagatöl til viðskiptavina sinna úti um allan heim. Hann segir að Gunnþór hafi gefið það út að hann vilji ekki fá slík dagatöl send í framtíðinni. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.Vísir Flestallir gerst sekir „Hann sagði við þessa aðila hérna heima, „Ég vil ekki sjá þessi dagatöl, að þau séu send hingað austur til okkar. Við ætlum heldur ekki að eiga viðskipti við fyrirtæki hér á landi sem eru ennþá með svona sorp uppi á veggjum.“ Þetta eru alvöru menn þarna fyrir Austan,“ segir Magnús Orri. Hann segir umræðuna um dagatölin samt aðeins pínulítinn hluta af því sem er að gerast. Magnús Orri segir að konur hafi orðið fyrir ofbeldi í svo ótrúlega langan tíma, eins og komið hefur fram síðustu vikur í MeToo umræðunni. „Við karlmennirnir erum svolítið að vakna til vitundar um að núverandi ástand er bara alls ekki nógu gott.“ Hann segir viðmiðin í samfélaginu ganga á rétt helmings mannkyns. Hann segir að þessi staða snerti flesta karlmenn. „Vissulega eru karlmenn sem ganga yfir línurnar og eru sekir um ofbeldi en ég held að meginþorri karlmanna, ef ekki við allir, höfum gerst sekir um einhverskonar þátttöku í einhverri menningu. Það er það sem við þurfum að horfa í við strákarnir og það er okkar svona stærsta hlutverk í rauninni.“ Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir þennan áhugaverða tíma í síðan MeToo byltingin fór á flug hér á landi og það sem er að gerast í umræðunni núna. „Ég held að við þurfum öll að vera meðvituð um það að eru í rauninni stórkostlega sögulegir tímar og ég held að þetta sé stærsta skref í jafnréttismálum síðan konur fengu kosningarétt sko fyrir hundrað árum síðan.“ Þurfum að vera meðvituð Magnús Orri segir að nú þurfi karlmenn að líta í eigin barm og sýna mikið hugrekki og taka á þessum málum til jafns við konurnar. „Við höfum öll tekið þátt í einhverri menningu í gegnum tíðina og ég held að nú sé bara nóg komið, nú gengur þetta ekkert lengur. Við þurfum að vera meðvituð um það og sífellt að velta fyrir okkur hvað við segjum, hvernig við högum okkur, hvernig við látum vegna þess að það gamla mun ekkert ganga neitt lengur.“ Hann telur að Metoo umræðan sé ekki endilega að fjara út og nú sé það kannski hlutverk karla að taka frumkvæði í umræðunni og líta í eigin barm. Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. MeToo Jafnréttismál Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Það var frábært frumkvæði hjá þessu öfluga fyrirtæki á Norðfirði að standa fyrir þessum fundi,“ segir Magnús Orri Schram, stjórnarmaður í UN Women, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Magnús Orri hélt fund um karlmenn og MeToo umræðuna í Egilsbúð í Neskaupstað í dag á vegum Síldarvinnslunnar. 70 manns mættu á fundinn, bæði konur og karlar. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Síldarvinnslunnar er var opinn öllum fyrir Austan. Magnús Orri fjallaði um ábyrgð karlmanna í breyttum heimi ekki síst í ljósi nýrra viðhorfa sem tengjast #metoo byltingunni. Í máli hans kom fram hvatning til karlmanna um að endurskoða viðhorf sín og hegðun í garð kvenna. Á fyrirlestrinum lásu þær Ingibjörg Þórðardóttir, Birta Sæmundsdóttir og Sólveig Helga Björgúlfsdóttir frásagnir kvenna sem orðið hafa fyrir áreitni. Magnús Orri sagði í símaviðtali við Reykjavík síðdegis að fyrirtækið hafi tekið þessa ákvörðun til þess að auka vitund karlmanna um það sem er að gerast og bylgjuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu vikur. „Konur eru að stíga fram og segja, við erum búnar að fá nóg.“ Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum Síldarvinnslunnar. Í samtali við Stundina sagði hann að konum verði að líða vel á vinnustað. Sjá einnig: Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Magnús Orri segir að erlendir birgjar og framleiðendur véla og tækja stundi að senda slík dagatöl til viðskiptavina sinna úti um allan heim. Hann segir að Gunnþór hafi gefið það út að hann vilji ekki fá slík dagatöl send í framtíðinni. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.Vísir Flestallir gerst sekir „Hann sagði við þessa aðila hérna heima, „Ég vil ekki sjá þessi dagatöl, að þau séu send hingað austur til okkar. Við ætlum heldur ekki að eiga viðskipti við fyrirtæki hér á landi sem eru ennþá með svona sorp uppi á veggjum.“ Þetta eru alvöru menn þarna fyrir Austan,“ segir Magnús Orri. Hann segir umræðuna um dagatölin samt aðeins pínulítinn hluta af því sem er að gerast. Magnús Orri segir að konur hafi orðið fyrir ofbeldi í svo ótrúlega langan tíma, eins og komið hefur fram síðustu vikur í MeToo umræðunni. „Við karlmennirnir erum svolítið að vakna til vitundar um að núverandi ástand er bara alls ekki nógu gott.“ Hann segir viðmiðin í samfélaginu ganga á rétt helmings mannkyns. Hann segir að þessi staða snerti flesta karlmenn. „Vissulega eru karlmenn sem ganga yfir línurnar og eru sekir um ofbeldi en ég held að meginþorri karlmanna, ef ekki við allir, höfum gerst sekir um einhverskonar þátttöku í einhverri menningu. Það er það sem við þurfum að horfa í við strákarnir og það er okkar svona stærsta hlutverk í rauninni.“ Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir þennan áhugaverða tíma í síðan MeToo byltingin fór á flug hér á landi og það sem er að gerast í umræðunni núna. „Ég held að við þurfum öll að vera meðvituð um það að eru í rauninni stórkostlega sögulegir tímar og ég held að þetta sé stærsta skref í jafnréttismálum síðan konur fengu kosningarétt sko fyrir hundrað árum síðan.“ Þurfum að vera meðvituð Magnús Orri segir að nú þurfi karlmenn að líta í eigin barm og sýna mikið hugrekki og taka á þessum málum til jafns við konurnar. „Við höfum öll tekið þátt í einhverri menningu í gegnum tíðina og ég held að nú sé bara nóg komið, nú gengur þetta ekkert lengur. Við þurfum að vera meðvituð um það og sífellt að velta fyrir okkur hvað við segjum, hvernig við högum okkur, hvernig við látum vegna þess að það gamla mun ekkert ganga neitt lengur.“ Hann telur að Metoo umræðan sé ekki endilega að fjara út og nú sé það kannski hlutverk karla að taka frumkvæði í umræðunni og líta í eigin barm. Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
MeToo Jafnréttismál Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27