Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Aron Ingi Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Vistfræðingur kallar eftir auknu eftirliti með fiskeldi. vísir/pjetur Eftirliti með fiskeldisfyrirtækjum er ábótavant að mati Christians Gallo, vistfræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. „Það sem veldur mestum áhyggjum er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi og það að eldislax sleppur úr kvíum. Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá eru ekki fyrir hendi nein ákveðin viðmið um hvað sé ásættanlegt ástand og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera til reglur um hvað skuli gera þegar svæði koma illa út úr svokallaðri umhverfisvöktun. Það er til dæmis ekkert sem skyldar fyrirtæki til að hvíla svæði varðandi áframhaldandi fiskeldi komi það illa út úr athugun.“ Christian segir að Náttúrustofa Vestfjarða sinni umhverfisvöktun fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki en ekki fyrir Arnarlax. „Við sinntum umhverfisvöktun fyrir Arnarlax en gerum það ekki lengur. Þeir hjá Arnarlaxi óskuðu eftir að slíta því samstarfi.“ Náttúrustofa Vestfjarða birti skýrslu sem sýndi að botndýralíf í Patreksfirði hafði tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í septembermánuði síðastliðnum hafði Arnarlax reynt að fá svokallaða ASC-staðlaða umhverfisvottun en tókst það ekki. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, segir eftirlit gott hjá fyrirtækinu. „Við hjá Arctic Sea Farm erum með svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir eldisafurðir. Þetta er strangasti umhverfisstaðall sem er í gangi í dag í fiskeldi og við erum eina íslenska fyrirtækið sem er með þennan staðal.“ Sigurður segir að þrír utanaðkomandi aðilar sinni eftirliti hjá Arctic Sea Farm. „Umhverfisstofnun kemur bæði í skipulagt og óvænt eftirlit og svo líka Matvælastofnun. Svo kemur líka erlendur aðili einu sinni á ári í úttekt varðandi ASC-staðalinn,“ segir Sigurður. Ekki náðist í forsvarsmenn Arnarlax við vinnslu fréttarinnar. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Eftirliti með fiskeldisfyrirtækjum er ábótavant að mati Christians Gallo, vistfræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. „Það sem veldur mestum áhyggjum er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi og það að eldislax sleppur úr kvíum. Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá eru ekki fyrir hendi nein ákveðin viðmið um hvað sé ásættanlegt ástand og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera til reglur um hvað skuli gera þegar svæði koma illa út úr svokallaðri umhverfisvöktun. Það er til dæmis ekkert sem skyldar fyrirtæki til að hvíla svæði varðandi áframhaldandi fiskeldi komi það illa út úr athugun.“ Christian segir að Náttúrustofa Vestfjarða sinni umhverfisvöktun fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki en ekki fyrir Arnarlax. „Við sinntum umhverfisvöktun fyrir Arnarlax en gerum það ekki lengur. Þeir hjá Arnarlaxi óskuðu eftir að slíta því samstarfi.“ Náttúrustofa Vestfjarða birti skýrslu sem sýndi að botndýralíf í Patreksfirði hafði tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í septembermánuði síðastliðnum hafði Arnarlax reynt að fá svokallaða ASC-staðlaða umhverfisvottun en tókst það ekki. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, segir eftirlit gott hjá fyrirtækinu. „Við hjá Arctic Sea Farm erum með svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir eldisafurðir. Þetta er strangasti umhverfisstaðall sem er í gangi í dag í fiskeldi og við erum eina íslenska fyrirtækið sem er með þennan staðal.“ Sigurður segir að þrír utanaðkomandi aðilar sinni eftirliti hjá Arctic Sea Farm. „Umhverfisstofnun kemur bæði í skipulagt og óvænt eftirlit og svo líka Matvælastofnun. Svo kemur líka erlendur aðili einu sinni á ári í úttekt varðandi ASC-staðalinn,“ segir Sigurður. Ekki náðist í forsvarsmenn Arnarlax við vinnslu fréttarinnar.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira