Verðbólga aftur í aðsigi? Þorvaldur Gylfason skrifar 4. janúar 2018 07:00 Stjórn peningamála hefur víða verið auðveldari viðfangs undangengin ár en á fyrri tíð. Ytri skilyrði hafa að ýmsu leyti verið hagstæð. Vextir hafa verið lágir á heimsmarkaði, sums staðar engir, þ.e. 0%, eða jafnvel neikvæðir á stöku stað, t.d. í Sviss og Svíþjóð. Verðbólga hefur víðast hvar verið með allra minnsta móti, m.a. vegna mikillar lækkunar olíuverðs frá 2014 sem er búbót handa löndum sem eru háð innfluttu eldsneyti. Aðalverkefni seðlabanka hefur síðustu ár verið að standa á bensíngjöfinni frekar en bremsunni. Bensíngjöfin er jafnan þakklátari en bremsan. Nú kann að vera breyting í vændum. Hjólin snúast nú aftur á eðlilegum hraða úti í heimi og einnig hér heima eins og við var að búast. Sagan sýnir að það tekur yfirleitt átta til tíu ár fyrir efnahagslífið að jafna sig á hremmingum eins og þeim sem riðu yfir 2008. Ísland fylgir reglunni. Engin sérstök ástæða er að svo stöddu til að ætla að verðbólga aukist að marki í Evrópu eða Ameríku enda hefur verðbólga jafnan verið lítil þar með fáum undantekningum. Ísland er annað mál. Hér segir frá því.Bjartar spár, óvissar horfur Landlæg verðbólga hér heima var kveðin niður um 1990 einkum að frumkvæði þriggja manna fyrir hönd verklýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda. Hún hefur haldizt hófleg síðan ef frá er talið verðbólguskotið í hruninu 2008 sem hækkaði verðlag um 25% á einu bretti 2008 og 2009 og þyngdi til muna fjárskuldbindingar þeirra sem þurftu að standa skil á verðtryggðum lánum. Eftir að skotið leið hjá hjaðnaði verðbólgan aftur og hefur haldizt undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá 2014. Bankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spá lítilli verðbólgu nálægt 2,5% fram til 2022. Eru svo bjartar spár líklegar til að rætast? Skoðum málið. Tvennt getur farið úrskeiðis og hleypt verðbólgunni upp, annað í útlöndum, hitt hér heima.Hátt verð hlutabréfa, lágt verð á olíu Ytri skilyrði eru að ýmsu leyti hagstæð eins og ég var að segja. Verð hlutabréfa vestan hafs er hærra en nokkru sinni fyrr og vitnar um bjartsýni meðal athafnamanna og sparifjáreigenda m.a. vegna þeirrar skattalækkunar sem Bandaríkjaþing ákvað nýlega auðmönnum til handa. Verð hlutabréfa er einnig hátt víða í Evrópu. Sagan sýnir þó að hlutabréfaverð getur lækkað í skyndingu og dregið efnahagslífið niður með sér í fallinu. Sumir telja nú hættu á lækkun 2019 eða jafnvel 2018 ef í ljós kemur að bankar hafa haldið áfram að taka of mikla áhættu með því að þenja útlán sín án þess að sjást fyrir. Við bætist að aukinn ójöfnuður og missætti af hans völdum kann að valda gangtruflunum í efnahagslífinu og ekki bara á vettvangi stjórnmálanna. Verð á olíu er einnig mun lægra en oft áður en það getur rokið upp aftur ef meiri háttar ófriður brýzt út vegna óeirðanna í Íran, óeirða sem stafa m.a. af lækkun olíuverðs, óstjórn og efnahagsþvingunum, eða ef stríðið í Jemen sem er öðrum þræði laumustríð milli Írans og Sádi-Arabíu verður að opnu stríði milli þessara helztu stórvelda í Austurlöndum nær. Fari svo illa munu Bandaríkin ekki þurfa að gjalda fyrir hækkun olíuverðs þar eð þau eru nú nýorðin nokkurn veginn sjálfum sér næg um eldsneyti vegna aukinnar olíuframleiðslu heima fyrir, en olíuinnflutningslönd eins og Ísland munu þá fá skell. Kannski fer allt í bál og brand þarna austur frá, kannski ekki.Togstreita um launahlutföll Víkur nú sögunni hingað heim. Ástandið á vinnumarkaði virðist nú líklegt til að hleypa verðbólgunni upp. Kaup og kjör ráðast öðrum þræði af samanburði milli starfsstétta. Það er jafnan illa séð þegar sumir hópar launþega ryðjast fram úr öðrum og raska launahlutföllum nema um sé að ræða leiðréttingar sem víðtæk sátt er um. Slík togstreita ólíkra hópa um kaup og kjör getur orðið að sjálfstæðum verðbólguvaldi. Hættan á því blasir við nú einkum vegna ákvarðana Kjararáðs um mikla og stundum afturvirka hækkun launa þingmanna og ýmissa embættismanna langt umfram hækkun launa á almennum vinnumarkaði. Alþýðusambandið og Viðskiptaráð hafa sakað Kjararáð um að stuðla að upplausn á vinnumarkaði og hvatt ráðið til að draga þessar hækkanir til baka. Það bætir ekki úr skák að ráðið ákvað þingmönnum og ráðherrum mikla kauphækkun fyrir kosningarnar 2016 en tilkynnti ekki um ákvörðun sína fyrr en eftir kosningar. Aðrir telja að úrskurðir Kjararáðs séu eðlileg leiðrétting miðað við launahlutföll 2006 og að um þá ætti því að geta náðst sátt. Kannski mun slík sátt nást, kannski ekki. Marga kjarasamninga þarf að gera 2018 og 2019. Náist ekki sátt um úrskurði Kjararáðs stefnir í harðar deilur á vinnumarkaði, deilur sem geta leitt annaðhvort til verkfalla eða til launahækkunar eða annars konar kjarabóta sem fyrirtækin telja sig nauðbeygð til að taka aftur að hluta með því að velta þeim út í verðlagið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Stjórn peningamála hefur víða verið auðveldari viðfangs undangengin ár en á fyrri tíð. Ytri skilyrði hafa að ýmsu leyti verið hagstæð. Vextir hafa verið lágir á heimsmarkaði, sums staðar engir, þ.e. 0%, eða jafnvel neikvæðir á stöku stað, t.d. í Sviss og Svíþjóð. Verðbólga hefur víðast hvar verið með allra minnsta móti, m.a. vegna mikillar lækkunar olíuverðs frá 2014 sem er búbót handa löndum sem eru háð innfluttu eldsneyti. Aðalverkefni seðlabanka hefur síðustu ár verið að standa á bensíngjöfinni frekar en bremsunni. Bensíngjöfin er jafnan þakklátari en bremsan. Nú kann að vera breyting í vændum. Hjólin snúast nú aftur á eðlilegum hraða úti í heimi og einnig hér heima eins og við var að búast. Sagan sýnir að það tekur yfirleitt átta til tíu ár fyrir efnahagslífið að jafna sig á hremmingum eins og þeim sem riðu yfir 2008. Ísland fylgir reglunni. Engin sérstök ástæða er að svo stöddu til að ætla að verðbólga aukist að marki í Evrópu eða Ameríku enda hefur verðbólga jafnan verið lítil þar með fáum undantekningum. Ísland er annað mál. Hér segir frá því.Bjartar spár, óvissar horfur Landlæg verðbólga hér heima var kveðin niður um 1990 einkum að frumkvæði þriggja manna fyrir hönd verklýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda. Hún hefur haldizt hófleg síðan ef frá er talið verðbólguskotið í hruninu 2008 sem hækkaði verðlag um 25% á einu bretti 2008 og 2009 og þyngdi til muna fjárskuldbindingar þeirra sem þurftu að standa skil á verðtryggðum lánum. Eftir að skotið leið hjá hjaðnaði verðbólgan aftur og hefur haldizt undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá 2014. Bankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spá lítilli verðbólgu nálægt 2,5% fram til 2022. Eru svo bjartar spár líklegar til að rætast? Skoðum málið. Tvennt getur farið úrskeiðis og hleypt verðbólgunni upp, annað í útlöndum, hitt hér heima.Hátt verð hlutabréfa, lágt verð á olíu Ytri skilyrði eru að ýmsu leyti hagstæð eins og ég var að segja. Verð hlutabréfa vestan hafs er hærra en nokkru sinni fyrr og vitnar um bjartsýni meðal athafnamanna og sparifjáreigenda m.a. vegna þeirrar skattalækkunar sem Bandaríkjaþing ákvað nýlega auðmönnum til handa. Verð hlutabréfa er einnig hátt víða í Evrópu. Sagan sýnir þó að hlutabréfaverð getur lækkað í skyndingu og dregið efnahagslífið niður með sér í fallinu. Sumir telja nú hættu á lækkun 2019 eða jafnvel 2018 ef í ljós kemur að bankar hafa haldið áfram að taka of mikla áhættu með því að þenja útlán sín án þess að sjást fyrir. Við bætist að aukinn ójöfnuður og missætti af hans völdum kann að valda gangtruflunum í efnahagslífinu og ekki bara á vettvangi stjórnmálanna. Verð á olíu er einnig mun lægra en oft áður en það getur rokið upp aftur ef meiri háttar ófriður brýzt út vegna óeirðanna í Íran, óeirða sem stafa m.a. af lækkun olíuverðs, óstjórn og efnahagsþvingunum, eða ef stríðið í Jemen sem er öðrum þræði laumustríð milli Írans og Sádi-Arabíu verður að opnu stríði milli þessara helztu stórvelda í Austurlöndum nær. Fari svo illa munu Bandaríkin ekki þurfa að gjalda fyrir hækkun olíuverðs þar eð þau eru nú nýorðin nokkurn veginn sjálfum sér næg um eldsneyti vegna aukinnar olíuframleiðslu heima fyrir, en olíuinnflutningslönd eins og Ísland munu þá fá skell. Kannski fer allt í bál og brand þarna austur frá, kannski ekki.Togstreita um launahlutföll Víkur nú sögunni hingað heim. Ástandið á vinnumarkaði virðist nú líklegt til að hleypa verðbólgunni upp. Kaup og kjör ráðast öðrum þræði af samanburði milli starfsstétta. Það er jafnan illa séð þegar sumir hópar launþega ryðjast fram úr öðrum og raska launahlutföllum nema um sé að ræða leiðréttingar sem víðtæk sátt er um. Slík togstreita ólíkra hópa um kaup og kjör getur orðið að sjálfstæðum verðbólguvaldi. Hættan á því blasir við nú einkum vegna ákvarðana Kjararáðs um mikla og stundum afturvirka hækkun launa þingmanna og ýmissa embættismanna langt umfram hækkun launa á almennum vinnumarkaði. Alþýðusambandið og Viðskiptaráð hafa sakað Kjararáð um að stuðla að upplausn á vinnumarkaði og hvatt ráðið til að draga þessar hækkanir til baka. Það bætir ekki úr skák að ráðið ákvað þingmönnum og ráðherrum mikla kauphækkun fyrir kosningarnar 2016 en tilkynnti ekki um ákvörðun sína fyrr en eftir kosningar. Aðrir telja að úrskurðir Kjararáðs séu eðlileg leiðrétting miðað við launahlutföll 2006 og að um þá ætti því að geta náðst sátt. Kannski mun slík sátt nást, kannski ekki. Marga kjarasamninga þarf að gera 2018 og 2019. Náist ekki sátt um úrskurði Kjararáðs stefnir í harðar deilur á vinnumarkaði, deilur sem geta leitt annaðhvort til verkfalla eða til launahækkunar eða annars konar kjarabóta sem fyrirtækin telja sig nauðbeygð til að taka aftur að hluta með því að velta þeim út í verðlagið. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun