Vildu aðstoða þjófinn en ekki sækja til saka Sveinn Arnarsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Hannes og Birna eru forstöðumenn Hjálpræðishersins á Akureyri og vilja aðstoða hinn brotlega með samtölum frekar en fangavist. vísir/auðunn „Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Það er ekki í okkar anda að eltast við svona smotterí og erfitt að eiga við þetta fyrir okkur,“ segir Hannes Bjarnason, annar forstöðumanna Hjálpræðishersins á Akureyri, þegar hann er spurður út í dóm sem maður fékk fyrir að stela sex þúsund krónum úr söfnunarbauk Hersins á Akureyri í fyrra. Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar. „Það sem gerist er að brotist er inn í nytjamarkað okkar og þar er stolið úr söfnunarbauk,“ segir Hannes. „Þar sem um innbrot er að ræða þá tilkynntum við það til lögreglu vegna þess að munir voru eyðilagðir. Síðan er málið úr okkar höndum og við getum ekki gert neitt meira. Lögreglan bað okkur um að skila skaðabótakröfu en við vildum það ekki. Það er miklu nær að aðstoða manninn og ræða við hann en sækja hann til saka.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að karlmaður hefði í mars á síðasta ári brotist inn í nytjamarkað Hjálpræðishersins og stolið þaðan sex þúsund krónum. Vegna þess og fyrri brota hans var talið hæfilegt að dæma hann til fangelsisvistar í tvo mánuði. Hannes og Birna Dís segja það ekki hjálpa mikið. „Við vonum að yfirvöld girði sig í brók. Lausnin er ekki fangelsi fyrir svona hóp ef þeir hafa brotið af sér í langan tíma, það segir sig sjálft.“ Hjálpræðisherinn hefur um langan tíma aðstoðað fanga á Akureyri um nauðsynjar, fatnað og jólagjafir, án endurgjalds og mun halda því áfram. Þau vonast eftir því að geta hitt manninn og rætt við hann í þeim tilgangi að aðstoða hann. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að einstaklingar sem hlotið hafa brot fyrir væg auðgunarbrot geti afplánað refsingu sína í samfélagsþjónustu. Til að mynda fyrir samtök eins og Rauða krossinn. Fyrir því eru ákveðin skilyrði hins vegar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. 3. janúar 2018 11:44