Google Chrome losar netverja við sjálfspilandi myndbönd Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 11:57 Chrome frá Google er mest notaði vefvafri heims. Vísir/AFP Næsta uppfærsla á Chrome-vafra Google mun taka á myndböndum sem spilast sjálfkrafa á vefsíðum. Myndbönd munu aðeins spilast ef slökkt er á hljóðinu eða notandinn hefur sýnt áhuga á efni þeirra. Uppfærslan á að koma út síðar í þessum mánuði. Sjálfspilandi myndbönd sem fara strax í gang þegar vefsíður eru opnaður fara í taugarnar á mörgum. Google segir að síðar á þessu ári standi til að bæta við valmöguleika til að slökkva á hljóði á einstökum vefsíðum. Með nýju uppfærslunni, Chrome 64, byrja myndbönd aðeins að spilast ef notandinn smellir á síðuna eftir að hún opnast eða ef hann hefur áður spilað myndbönd oft á síðunni, að því er segir í frétt Ars Technica. Apple stefnir í sömu átt með næstu uppfærslu á Safari-vafranum. Í honum verður hægt að slökkva á sjálfspilandi myndböndum á tilteknum síðum eða alveg. Þá stendur til að taka í notkun auglýsingasíu í Chrome sem lokar meðal annars á auglýsingar sem opnast í nýjum gluggum og sjálfspilandi myndböndum. Google Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Næsta uppfærsla á Chrome-vafra Google mun taka á myndböndum sem spilast sjálfkrafa á vefsíðum. Myndbönd munu aðeins spilast ef slökkt er á hljóðinu eða notandinn hefur sýnt áhuga á efni þeirra. Uppfærslan á að koma út síðar í þessum mánuði. Sjálfspilandi myndbönd sem fara strax í gang þegar vefsíður eru opnaður fara í taugarnar á mörgum. Google segir að síðar á þessu ári standi til að bæta við valmöguleika til að slökkva á hljóði á einstökum vefsíðum. Með nýju uppfærslunni, Chrome 64, byrja myndbönd aðeins að spilast ef notandinn smellir á síðuna eftir að hún opnast eða ef hann hefur áður spilað myndbönd oft á síðunni, að því er segir í frétt Ars Technica. Apple stefnir í sömu átt með næstu uppfærslu á Safari-vafranum. Í honum verður hægt að slökkva á sjálfspilandi myndböndum á tilteknum síðum eða alveg. Þá stendur til að taka í notkun auglýsingasíu í Chrome sem lokar meðal annars á auglýsingar sem opnast í nýjum gluggum og sjálfspilandi myndböndum.
Google Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira