Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 13:46 Gummi Ben. Víst er að margir eru afar áhugasamir um að hann lýsi leikjum Íslands á HM í sumar, jafnvel of ákafir ef eitthvað er. Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu. Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu.
Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira