Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 13:46 Gummi Ben. Víst er að margir eru afar áhugasamir um að hann lýsi leikjum Íslands á HM í sumar, jafnvel of ákafir ef eitthvað er. Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu. Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu.
Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira