Besta dæmið um hringrás tískunnar Ritstjórn skrifar 4. janúar 2018 19:30 Glamour/Getty Gallabuxur eiga sér langa sögu og voru fyrst notaðar sem vinnufatnaður. Efnið þótti slitsterkt og ódýrt, en upphaf þeirra má rekja til gullgrafara í Ameríku sem báðu klæðskerann Levi Strauss að sauma á sig sterkar buxur. Levi Strauss varð fyrstur til að fjöldaframleiða gallabuxur, og fékk einkaleyfi á framleiðslu sinni árið 1873. Gallabuxur urðu hins vegar vinsælar sem tískufatnaður fyrst í kringum 1950, því unga fólkið var orðið nýr markhópur tískunnar. Áhrifin voru einnig mikil frá James Dean í myndinni Rebel Without a Cause. Hins vegar voru misjafnar skoðanir á gallabuxum og þóttu þær ekki nógu fínn klæðnaður, og voru meðal annars bannaðar í skólum og á veitingastöðum. En með æskunni fylgir sterkur vilji til frelsis og uppreisnin varð mikil á þessum tíma. Unglingarnir vildu slíta sig frá eldra fólkinu, og alls ekki líta út eins og þau. Með árunum fylgdu gallabuxur hverri kynslóð. Þeir sem dýrkuðu Rock and Roll, Elvis Presley og Marlon Brando klæddust svörtum gallabuxum, leðurjökkum og stuttermabolum. Tískan hefur frá þessum tíma haft fyrirmyndir, og voru fyrirsætur en aðallega tónlistarfólk sem setti stóran svip á tísku hvers tíma. Eins og við sjáum á þessari tímalínu, hafa hverjar stórstjörnurnar og tískufyrirmyndirnar á fætur annarri klæðst gallabuxum. Hátt mitti, lágt mitti, útvíðar, beinar eða niðurþröngar. Útlit gallabuxna hefur breyst mikið í gegnum árin, en þó eru þær gott dæmi um hringrás tískunnar. Gallabuxur hafa aldrei horfið af sjónarsviðinu, og standast tímans tönn og aðlagast tísku hvers tímabils. Gallabuxur eru taldar hafa verið hið bláa uppreisnartákn ´68-kynslóðarinnar´, en eru nú þægileg og klassísk flík sem væntanlega er til í all mörgum fataskápum, bæði karla og kvenna. Aftur í þær ,,klassísku" Það má segja að í dag erum við farin aðeins aftur í tímann þegar kemur að gallabuxum. Þröngu og teygjanlegu gallabuxurnar eru minna áberandi, en hinar klassísku, uppháu og beinu buxur eru að koma sterkar inn. Þetta snið hentar öllum og ganga þær bæði upp við strigaskó og ökklastígvél. Hins vegar verður að gefa þessum gallabuxum smá þolinmæði, því þær eru óþægilegar fyrst en verða bara flottari með tímanum. Sjáðu hér skemmtilegt myndaalbúm með gallabuxum í gegnum tíðina. Marilyn Monroe árið 1960Árið 1969Jane Birkin árið 1973Árið 1980Drew Barrymore árið 1988Díana prinsessa árið 1988Árið 1989Pamela Anderson árið 1990Tori Spelling árið 1991Drew Barrymore árið 1991Naomi Campbell árið 1993Destiny's Child árið 1998Kate Moss árið 2005Jennifer Aniston árið 2009Sienna Miller árið 2009Kristen Stewart árið 2014Jeanne Damas árið 2016 Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour Brooklyn Beckham gefur út ljósmyndabók Glamour Sýna samstöðu í svörtu Glamour Dansað með Stellu McCartney Glamour Sumarið er komið á Coachella Glamour Fyrrum ritari Albert Einstein andlit tískumerkis Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour
Gallabuxur eiga sér langa sögu og voru fyrst notaðar sem vinnufatnaður. Efnið þótti slitsterkt og ódýrt, en upphaf þeirra má rekja til gullgrafara í Ameríku sem báðu klæðskerann Levi Strauss að sauma á sig sterkar buxur. Levi Strauss varð fyrstur til að fjöldaframleiða gallabuxur, og fékk einkaleyfi á framleiðslu sinni árið 1873. Gallabuxur urðu hins vegar vinsælar sem tískufatnaður fyrst í kringum 1950, því unga fólkið var orðið nýr markhópur tískunnar. Áhrifin voru einnig mikil frá James Dean í myndinni Rebel Without a Cause. Hins vegar voru misjafnar skoðanir á gallabuxum og þóttu þær ekki nógu fínn klæðnaður, og voru meðal annars bannaðar í skólum og á veitingastöðum. En með æskunni fylgir sterkur vilji til frelsis og uppreisnin varð mikil á þessum tíma. Unglingarnir vildu slíta sig frá eldra fólkinu, og alls ekki líta út eins og þau. Með árunum fylgdu gallabuxur hverri kynslóð. Þeir sem dýrkuðu Rock and Roll, Elvis Presley og Marlon Brando klæddust svörtum gallabuxum, leðurjökkum og stuttermabolum. Tískan hefur frá þessum tíma haft fyrirmyndir, og voru fyrirsætur en aðallega tónlistarfólk sem setti stóran svip á tísku hvers tíma. Eins og við sjáum á þessari tímalínu, hafa hverjar stórstjörnurnar og tískufyrirmyndirnar á fætur annarri klæðst gallabuxum. Hátt mitti, lágt mitti, útvíðar, beinar eða niðurþröngar. Útlit gallabuxna hefur breyst mikið í gegnum árin, en þó eru þær gott dæmi um hringrás tískunnar. Gallabuxur hafa aldrei horfið af sjónarsviðinu, og standast tímans tönn og aðlagast tísku hvers tímabils. Gallabuxur eru taldar hafa verið hið bláa uppreisnartákn ´68-kynslóðarinnar´, en eru nú þægileg og klassísk flík sem væntanlega er til í all mörgum fataskápum, bæði karla og kvenna. Aftur í þær ,,klassísku" Það má segja að í dag erum við farin aðeins aftur í tímann þegar kemur að gallabuxum. Þröngu og teygjanlegu gallabuxurnar eru minna áberandi, en hinar klassísku, uppháu og beinu buxur eru að koma sterkar inn. Þetta snið hentar öllum og ganga þær bæði upp við strigaskó og ökklastígvél. Hins vegar verður að gefa þessum gallabuxum smá þolinmæði, því þær eru óþægilegar fyrst en verða bara flottari með tímanum. Sjáðu hér skemmtilegt myndaalbúm með gallabuxum í gegnum tíðina. Marilyn Monroe árið 1960Árið 1969Jane Birkin árið 1973Árið 1980Drew Barrymore árið 1988Díana prinsessa árið 1988Árið 1989Pamela Anderson árið 1990Tori Spelling árið 1991Drew Barrymore árið 1991Naomi Campbell árið 1993Destiny's Child árið 1998Kate Moss árið 2005Jennifer Aniston árið 2009Sienna Miller árið 2009Kristen Stewart árið 2014Jeanne Damas árið 2016
Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Buffalo skórnir snúa aftur Glamour Hermir eftir kjólum stjarnanna vopnaður límbyssu Glamour Kim Kardashian heldur áfram að hneyksla Glamour Brooklyn Beckham gefur út ljósmyndabók Glamour Sýna samstöðu í svörtu Glamour Dansað með Stellu McCartney Glamour Sumarið er komið á Coachella Glamour Fyrrum ritari Albert Einstein andlit tískumerkis Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour