Ætla að halda „unga fólkinu“ á sjötugsaldri á hreyfingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 08:39 Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, Janus Guðlaugsson frá Janusi heilsueflingu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Frímannsdóttir, deildarstjóri Stoðþjónustu Hafnarfjarðar, við undirritun samningsins. Hafnafjarðarbær Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku. Heilsa Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku.
Heilsa Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira