Erlent

Sænski leikarinn Johannes Brost látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Johannes Brost vann til sænsku Guldbagge-verðlaunanna sem besti karlleikari árið 2011.
Johannes Brost vann til sænsku Guldbagge-verðlaunanna sem besti karlleikari árið 2011. wikipedia commons
Sænski leikarinn Johannes Brost er látinn, 71 árs að aldri. SVT  greinir frá því að Brost hafi andast á sjúkrahúsinu í Lundi á Skáni í gær eftir að hafa glímt við krabbamein.

Brost var í hópi þekktustu leikara Svíþjóðar og verður einna helst minnst fyrir hlutverk sitt sem Joker í sápuóperunni Rederiet sem var á dagskrá SVT á árunum 1992 til 2000.

Síðasta hlutverk hans var í þáttunum Fröken Frimans krig, eða Fröken Friman fer í stríð, sem hafa verið á dagskrá RÚV. Hann fór með hlutverk Sievert Lindberg í þáttunum.

Brost vann til sænsku Guldbagge-verðlaunanna sem besti karlleikari árið 2011 fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Avalon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×