Erlent

Trump segir Bannon hafa grátið þegar hann missti vinnuna

Atli Ísleifsson skrifar
Steve Bannon var ráðinn aðalráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann tók við embætti. Bannon var látinn fara í haust.
Steve Bannon var ráðinn aðalráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann tók við embætti. Bannon var látinn fara í haust. Vísir/EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Michael Wolff í færslu á Twitter í nótt. Þá hæðist hann að heimildarmönnum Wolff, meðal annars fyrrverandi aðalráðgjafa forsetans, Steve Bannon, sem Trump segir hafa grátið þegar hann var látinn fara af forsetanum.

Wolff er rithöfundur bókarinnar Fire and Fury, sem fjallar um fyrstu mánuði forsetatíðar Trump þar sem dregin upp mynd af óhæfum forseta og sérstakri stemmningu meðal starfsfólks forsetans.

„Michael Wolff er alger auli sem skáldar sögur í þeim tilgangi að selja þessa leiðinlegu og ósönnu bók,“ segir forsetinn.

Áfram haldur Trump: „Hann notast við hroðvirkan Steve Bannon, sem fór að gráta þegar hann var rekinn og grátbað um að halda vinnunni. Nú hafa nánast allir látið Bannon gossa líkt og hund. En leiðinlegt!“

Trump gerði tilraun til að banna útgáfu bókar Wolff þar sem forsetanum er lýst sem óhæfum og geðstirðum manni með sýklahræðslu. Þá eru syni og tengdasyni Trump lýst sem landráðamönnum af heimildarmönnum Wolff.

Wolff segist standa við hvert orð í bókinni og kveðst hafa rætt við Trump sjálfan við ritun bókarinnar. Þessu hafnar Trump.

Bókin Fire and Fury hefur selst gríðarvel og selst upp.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Trump gefur lítið fyrir bókina

Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring.

Tíu bombur úr nýrri bók um Trump

Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×