Eldur kom upp eftir að tvær farþegavélar rákust saman í Toronto Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 15:48 Farþegavélin sem var rýmd tilheyrir flugfélaginu WestJet. Visir/afp Rýma þurfti farþegaflugvél á Lester Pearson-flugvelli í Toronto eftir að tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri. Eldur kom upp í annarri vélinni eftir áreksturinn en 168 farþegar auk sex áhafnarmeðlima voru um borð. Reuters greinir frá þessu. Tilkynnt var um einhver smávægileg slys á fólki en að öðru leyti sluppu allir þeir sem staddir voru um borð í flugvélinni með skrekkinn. Farþegavélin, sem var af gerðinni Boeing 737-800, var nýlent í Toronto en henni hafði verið flogið frá Cancún í Mexíkó. Verið var að bíða eftir að hægt væri að aka vélinni að landgöngubrú þegar áreksturinn varð. Hin flugvélin var mannlaus en verið var að draga hana milli stæða. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni rakst vængur vélarinnar sem verið var að toga í hreyfil kyrrstæðu vélarinnar og í kjölfarið kom mikill blossi og eldur kviknaði í ytri búnaði mannlausu vélarinnar. Óttast var að eldurinn myndi breiðast út en slökkviliði á staðnum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út í hina vélina, sem var þéttsetin farþegum. Verið er að rannsaka tildrög óhappsins. Our plane was crashed into by another plane right after the pilot announced they were 'low on staff' A post shared by Stephen Belford (@stephen_belford) on Jan 5, 2018 at 4:21pm PST Mexíkó Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Rýma þurfti farþegaflugvél á Lester Pearson-flugvelli í Toronto eftir að tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri. Eldur kom upp í annarri vélinni eftir áreksturinn en 168 farþegar auk sex áhafnarmeðlima voru um borð. Reuters greinir frá þessu. Tilkynnt var um einhver smávægileg slys á fólki en að öðru leyti sluppu allir þeir sem staddir voru um borð í flugvélinni með skrekkinn. Farþegavélin, sem var af gerðinni Boeing 737-800, var nýlent í Toronto en henni hafði verið flogið frá Cancún í Mexíkó. Verið var að bíða eftir að hægt væri að aka vélinni að landgöngubrú þegar áreksturinn varð. Hin flugvélin var mannlaus en verið var að draga hana milli stæða. Líkt og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni rakst vængur vélarinnar sem verið var að toga í hreyfil kyrrstæðu vélarinnar og í kjölfarið kom mikill blossi og eldur kviknaði í ytri búnaði mannlausu vélarinnar. Óttast var að eldurinn myndi breiðast út en slökkviliði á staðnum tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann breiddist út í hina vélina, sem var þéttsetin farþegum. Verið er að rannsaka tildrög óhappsins. Our plane was crashed into by another plane right after the pilot announced they were 'low on staff' A post shared by Stephen Belford (@stephen_belford) on Jan 5, 2018 at 4:21pm PST
Mexíkó Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira