Nígerísk yfirvöld segjast ætla að fljúga Nígeríumönnum í Líbíu aftur heim Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 21:27 Utanríkisráðherra Nígeríu, Geoffrey Onyema tekur í hönd Nígeríuforseta. Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu. Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19
Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38