Nígerísk yfirvöld segjast ætla að fljúga Nígeríumönnum í Líbíu aftur heim Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 21:27 Utanríkisráðherra Nígeríu, Geoffrey Onyema tekur í hönd Nígeríuforseta. Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu. Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19
Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38