Erlent

Sprenging við lestarstöð í Stokkhólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur girt af íbúðina.
Lögregla hefur girt af íbúðina. Vísir/Getty
Lögregla í Stokkhólmi í Svíþjóð segir að fólk hafi slasast þegar sprenging varð fyrir utan neðanjarðarlestarstöðina Vårby Gård í Huddinge í morgun.

Tilkynning barst lögreglu klukkan 11:07 að staðartíma, eða 10:07 að íslenskum tíma.

Lögreglan greinir frá málinu á heimasíðu sinni en ekki er greint nánar frá því hvers eðlis sprengingin var. Aftonbladet  hefur eftir lögreglu að einn maður sé alvarlega slasaður. Þá hafi kona einnig særst lítillega. Í frétinni kemur fram að maðurinn hafi tekið upp hlut af jörðinni og hafi hann við það sprungið.

Fjölmennt lögreglulið er á staðnum.

Uppfært 12:15:

Expressen greinir frá því að mögulega hafi verið um handsprengju að ræða. Maðurinn sem slasaðist er á sjötugsaldri en konan á fimmtugsaldri.

Uppfært 13:36:

Aftonbladet  greinir frá því að maðurinn sem særðist sé látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×