Tólf létu lífið og ellefu særðust í árásinni á skrifstofu Charlie Hebdo. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matvöruverslun gyðinga í borginni.
Minningarathöfnin hófst í dag fyrir utan gömlu húsakynni Charlie Hebdo. Nöfn fórnarlambanna voru lesin upp og blómsveigar settir við bygginguna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísarborar, voru meðal þeirra sem tóku þátt í athöfninni.
Þá var lögreglumanni sem skotinn var til bana af hryðjuverkamönnunum vottuð virðing þar sem hann var myrtur og síðan var haldið í matvöruverslunina til að votta þeim virðingu sem létust þar.
Árásin var skipulögð af bræðrunum Said Kouachi og Chérif Kouachi sem voru felldir af lögreglu tveimur dögum síðar. Afsprengi al-Qaida lýsti yfir ábyrgð vegna árásarinnar.


