Erlent

Segir almenning hafa orðið af milljarði evra

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Eva Joly fagnar rannsókn ESB á skattamálum IKEA.
Eva Joly fagnar rannsókn ESB á skattamálum IKEA. vísir/afp
Evrópuþingmaðurinn Eva Joly, sem leitt hefur rannsókn Græningja á skattamálum sænska húsgagnarisans IKEA, segir að það hafi verið tími til kominn að Evrópusambandið, ESB, hæfi nákvæma rannsókn á málinu. Margrethe Vest­a­ger, fram­kvæmda­stjóri sam­keppn­is­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu, er sögð munu stýra rannsókninni.

Græningjar á Evrópuþinginu komust sjálfir að því að IKEA í Hollandi hefði komist hjá því að borga skatt upp á einn millj­arð evra á árunum 2009 til 2014 með neti dótturfyrirtækja í Hollandi, Liechtenstein og Lúxemborg.

Eva Joly segir í viðtali við vefmiðilinn Dina Pengar að verja hefði átt þessu fé í þágu almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×