Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. janúar 2018 13:30 Þórunn Hilda Jónasdóttir Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969. Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969.
Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira