Aðeins tveir fótboltmenn í heiminum eru meira virði en Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2018 13:30 Harry Kane. Vísir/Getty Ný samantekt CIES yfir verðmæti knattspyrnmanna heimsins er nú komin út en sá besti í heimi undanfarin tvö ár er þar bara í 49. sæti sem eflaust flestum á óvart. Neymar hjá Paris Saint Germain er verðmætasti knattspyrnumaður heims og í öðru sæti er fyrrum liðsfélagi hans hjá Barcelona, Lionel Messi. Neymar er metinn á 213 milljónir evra en Messi er metinn á 202,2 milljónir evra. Tottenham-maðurinn Harry Kane er í þriðja sæti en verðmæti markahæsta leikmans ensku úrvalsdeildarinnar á árinu 2017 er talið vera 194,7 milljónir evra. Tottenham á tvo verðmætustu leikmennina í enska boltanum því Dele Alli er í sjötta sæti, metinn á 171,3 milljónir evra. Á undan Dele Alli eru þeir Kylian Mbappe hjá Paris Saint Germain og Paulo Dybala hjá Juventus. Manchester United mennirnir Romelu Lukaku og Paul Pogba eru báðir á topp tíu listanum og þar er einnig Manchester City maðurinn Kevin de Bruyne og Antoine Griezmann hjá Atletico Madrid sem hefur verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni upp á síðkastið. Cristiano Ronaldo hefur verið kosinn bestur í heimi undanfarin tvö ár en hann nær samt bara 49. sæti á listanum. Ronaldo er metinn á 80,4 milljónir evra. Dæmi um leikmenn sem eru á undan Ronaldo á listanum eru menn eins og Raheem Sterling, Marcus Rashford, Alvaro Morata, Christian Eriksen, Alexandre Lacazette, Dries Mertens, Yannick Carrasco og Ciro Immobile svo einhverjir séu nefndir. Það má finna alla listann með því að smella hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira
Ný samantekt CIES yfir verðmæti knattspyrnmanna heimsins er nú komin út en sá besti í heimi undanfarin tvö ár er þar bara í 49. sæti sem eflaust flestum á óvart. Neymar hjá Paris Saint Germain er verðmætasti knattspyrnumaður heims og í öðru sæti er fyrrum liðsfélagi hans hjá Barcelona, Lionel Messi. Neymar er metinn á 213 milljónir evra en Messi er metinn á 202,2 milljónir evra. Tottenham-maðurinn Harry Kane er í þriðja sæti en verðmæti markahæsta leikmans ensku úrvalsdeildarinnar á árinu 2017 er talið vera 194,7 milljónir evra. Tottenham á tvo verðmætustu leikmennina í enska boltanum því Dele Alli er í sjötta sæti, metinn á 171,3 milljónir evra. Á undan Dele Alli eru þeir Kylian Mbappe hjá Paris Saint Germain og Paulo Dybala hjá Juventus. Manchester United mennirnir Romelu Lukaku og Paul Pogba eru báðir á topp tíu listanum og þar er einnig Manchester City maðurinn Kevin de Bruyne og Antoine Griezmann hjá Atletico Madrid sem hefur verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni upp á síðkastið. Cristiano Ronaldo hefur verið kosinn bestur í heimi undanfarin tvö ár en hann nær samt bara 49. sæti á listanum. Ronaldo er metinn á 80,4 milljónir evra. Dæmi um leikmenn sem eru á undan Ronaldo á listanum eru menn eins og Raheem Sterling, Marcus Rashford, Alvaro Morata, Christian Eriksen, Alexandre Lacazette, Dries Mertens, Yannick Carrasco og Ciro Immobile svo einhverjir séu nefndir. Það má finna alla listann með því að smella hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Sjá meira