Lífið

Fjórar konur kynna Eurovision í Portúgal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessar fjórar verða kynnar í Eurovision í vor.
Þessar fjórar verða kynnar í Eurovision í vor.
Eurovision fer fram í Lissabon 8., 10. og 12. maí og fer hún fram í MEO höllinni sem tekur tuttugu þúsund manns í sæti. Þetta er 63. keppnin sem haldin er.

Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu í dag að fjórar konur munu kynna keppnina en í í Kænugarði á síðasta ári voru þrír karlmenn í því hlutverki.

Þær heita Filomena Cautela, Sílvia Alberto, Daniela Ruah og Catarina Furtado og skipta hlutverkinu jafnt á milli sín.

Hér má sjá sérstakt kynningarmyndband um konurnar fjórar.

Filomena Cautela og Sílvia Alberto hafa báðar unnið töluvert í tengslum við Eurovision-forkeppnina í Portúgal síðustu ár og hafa reynslu á því sviði.

Það styttist í að Íslendingar velji sinn fulltrúa í Eurovision. Fyrirkomulag Söngvakeppni Sjónvarpsins verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll.

Timur Miroshnychenko, Oleksandr Skichko, og Volodymyr Ostapchuk voru kynnar í maí 2017 í Kænugarði.Eurovision

Tengdar fréttir

Sobral kominn með nýtt hjarta

"Hann var vel undirbúinn. Hann er ungur maður sem áttaði sig á þeim erfiðleikum sem myndu fylgja þessari aðgerð,“ er haft eftir skurðlækni hans á vef BBC sem segir að endurhæfingin muni taka þó nokkurn tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.