Körfubolti

Sjáið Jón Axel fara á kostum á móti George Mason

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábæran leik með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum þegar liðið vann stórsigur á George Mason.

Jón Axel var valinn maður leiksins en hann endaði með 24 stig, 8 fráköst, 4 stolna, 3 stoðsendingar og 36 framlagsstig.





Jón Axel stal fyrirsögnunum um leikinn en hann hitti meðal annars úr 9 af 14 skotum sínum þar af 4 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Það var ekki aðeins að íslenski bakvörðurinn skoraði níu körfur í leiknum, hitti úr 64 prósent skota sinna og bjó til þrjá aðrar körfur með stoðsendingunum heldur tapaði hann ekki einum einasta bolta á þeim 35 mínútum sem hann spilaði.

Jón Axel var kominn með 9 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í hálfleik en Davidson var þá 45-27 yfir.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik þar sem Jón Axel er allt í öllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×