Hlutabréf fyrirtækisins hafa misst um tuttugu prósent af virði sínu á síðustu tólf mánuðum. Samkvæmt frétt Bloomberg lækkuðu hlutabréf GoPro um allt að 33 prósent í dag. Það er stærsta lækkunin frá því fyrirtækið var sett á markað árið 2014.
Alls verður um 250 starfsmönnum sagt upp og er ekki reiknað með að GoPro muni skila hagnaði fyrr en á seinni helmingi þessa árs, samkvæmt frétt Forbes. Woodman, sem var hæst launaðasti framkvæmdastjóri Bandaríkjanna árið 2014, segist staðráðinn í að snúa rekstri fyrirtækisins við.
Illa hefur gengið að selja myndavélar og dróna GoPro á undanförnum árum. Önnur tæknifyrirtæki eru einnig farin að selja myndavélar eins og GoPro og tilraun fyrirtækisins með dróna gekk illa.
GoPro down 29% after statement that announced it's
— Akin Oyedele (@AkinOyedele) January 8, 2018
- laying off 250+ workers
- cutting revenue guidance
- saying goodbye to its COO and and general counsel and
- exiting the drone businesshttps://t.co/A2fKTSgked pic.twitter.com/xTgaChaZ3I