Oprah orðuð við Hvíta húsið eftir þakkarræðu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Oprah Winfrey, forseti Bandaríkjanna? vísir/afp Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum birtu í gær umfjallanir hver af öðrum um mögulegt forsetaframboð fjölmiðlamógúlsins og fyrrverandi spjallþáttastjórnandans Opruh Winfrey vegna þeirra góðu undirtekta sem þakkarræða hennar fékk á Golden Globes-verðlaunahátíðinni á sunnudag, þar sem hún fékk heiðursverðlaun Cecils B. DeMille. Ræðan fjallaði einna helst um það mótlæti sem svartir Bandaríkjamenn og -konur hafa þurft að sæta í gegnum tíðina. „Of lengi hafa raddir kvenna ekki fengið að heyrast. Konur hafa vart þorað að segja sannleikann vegna ofríkis valdamikilla karlmanna, en þeirra tími er liðinn. Þeirra tími er liðinn,“ sagði Winfrey til að mynda en hún er fyrsta svarta konan sem hlýtur verðlaunin. Fjöldi hátíðargesta mætti í svörtum klæðum til þess að sýna samstöðu með þolendum kynferðislegrar áreitni og ofbeldis og nældi á sig nælur sem á stóð „Time’s up“. Um var að ræða fyrstu stóru verðlaunahátíðina sem haldin hefur verið eftir #MeToo-byltinguna. Um leið og úrslit forsetakosninganna árið 2016 lágu fyrir fóru strax af stað umræður um hver gæti leitt Demókrataflokkinn í forsetakosningum ársins 2020. Nafn Winfrey hefur ekki verið ofarlega í umræðunni fyrr en nú. CNN greindi í gær frá samtali sínu við tvo vini Winfrey sem fór fram í skjóli nafnleyndar. Sögðu þeir að ýmsir úr innsta hring mógúlsins hefðu hvatt hana til þess að bjóða sig fram undanfarna mánuði og að Winfrey hafi ekki gert upp hug sinn. Talsmaður Winfrey svaraði ekki bón miðilsins um viðbrögð en vinirnir tveir fullyrtu að hún íhugaði nú alvarlega að taka slaginn og bjóða sig fram gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Orð Winfrey er varða mögulegt forsetaframboð í gegnum tíðina eru misvísandi. Í júní sagði hún við Hollywood Reporter: „Ég fer aldrei í framboð. Það er nokkuð öruggt.“ Hún hefur einnig gefið hið gagnstæða til kynna. Í september tísti hún til að mynda hlekk á skoðanadálk í New York Post sem bar fyrirsögnina „Besta von Demókrata árið 2020: Oprah“ og skrifaði: „Þakka þér kærlega fyrir stuðninginn!“ Í viðtali við Bloomberg TV í mars sagðist hún aldrei alvarlega hafa íhugað forsetaframboð. Þegar blaðamaður benti henni á að Trump forseti hefði ekki haft neina reynslu af stjórnmálum sjálfur áður en hann fór í framboð svaraði Winfrey: „Eitt sinn hugsaði ég „ó, ég hef enga reynslu. Ég veit ekki nóg“, nú hugsa ég bara „Ó“.“ LA Times tók Stedman Graham, kærasta Winfrey til tæplega þrjátíu ára, tali í gær og spurði út í mögulegt forsetaframboð. „Það er undir fólkinu komið. Hún myndi án nokkurs vafa taka slaginn,“ sagði Graham. Kysi Winfrey að fara í framboð gegn Trump ætti hún ágætis möguleika, ef marka má skoðanakönnun Public Policy Polling frá því í mars. Þar mældist Winfrey með 47 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Trumps en vinsældir hans hafa dalað síðan.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira