Háttsettir ráðherrar í Póllandi reknir Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2018 12:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Vísir/AFP Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins. Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47
Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06