Háttsettir ráðherrar í Póllandi reknir Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2018 12:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Vísir/AFP Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins. Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Þrír háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Póllands hafa verið reknir. Andrzej Duda forseti rak í dag, eftir ráðleggingar frá Mateusz Morawiecki forsætisráðherra, utanríkisráðherrann Witold Waszczykowski, varnarmálaráðherrann Antoni Macierewicz og umhverfisráðherrann Jan Szyszko. Fréttaskýrendur segja að með þessu vilji Póllandsstjórn lægja öldur í samskiptum pólskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt Póllandsstjórn áminningu vegna fyrirhugaðra lagabreytinga sem myndu auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara í landinu. ESB telur að breytingarnar stríði gegn grundvallargildum sambandsins. Breytingarnar eru einnig gerðar á sama tíma og ESB hefur vinnu við nýja sjö ára fjármálaáætlun þar sem línur verða lagðar hvað aðildarríkin munu fá úr sameiginlegum sjóðum sambandsins. Pólland er sem stendur það aðildarríki sem þiggur mestu styrkina umfram það sem þeir leggja til sambandsins, að því er fram kemur í frétt Reuters.Deilt um frumskóg Umhverfisráðherrann Szyszko hefur sætt mikilli gagnrýni að undanförnu eftir að hann heimilaði umfangsmikið skógarhögg í Białowieża-frumskóginum, einum síðasta frumskógi Evrópu. Białowieża-skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO, er syðst í Póllandi og teygir sig inn fyrir landamæri Hvíta-Rússlands. Varnarmálaráðherrann fyrrverandi, Macierewicz, hefur verið gagnrýndur vegna tafa við uppbyggingu pólska hersins, auk þess að hann hefur átt í útistöðum við hershöfðingja.Tók við embætti í desember Morawiecki tók við sem forsætisráðherra Póllands í síðasta mánuði af Beata Szydlo. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra. Morawiecki mun eiga fund með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Frank Timmermans, einum varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, í Brussel í dag. Aðstoðarutanríkisráðherrann Jacek Czaputowicz er nýr utanríkisráðherra landsins.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47 Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Forsætisráðherra Póllands segir af sér Fjármálaráðherrann Mateusz Morawiecki mun taka við embætti forsætisráðherra landsins. 8. desember 2017 09:47
Pólverjar fá sögulega áminningu frá ESB Framkvæmdastjórn ESB áminnti í dag Pólverja fyrir að brjóta gegn grunngildum sambandsins um lýðræði vegna lagafrumvarps sem gengur út á að auka afskipti stjórnmálamanna að skipun dómara. 20. desember 2017 14:06