Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2018 14:30 Gert er ráð fyrir að hverfið muni líta nokkurn veginn svona út. Mynd/Arkís, Verkís og Landslag Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. Fyrirhugað deiliskipulag er fyrsti áfanginn í uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600. Svæðinu er skipt upp í nokkra hluta og verður deiliskipulag unnið fyrir hvern hluta fyrir sig. Það svæði sem hér er fjallað um er við mynni Grafarvogs og austan við ósa Elliðaáa. Stærstu hluti svæðisins er nú athafnasvæði Björgunar en árið 2016 undirrituðu borgaryfirvöld og Björgun ehf. samning þess efnis að fyrirtækið verði með starfsemi á svæðinu til loka maí 2019.Svæðið sem mun nýtast undir hið nýja BryggjuhverfiMeginuppbygging Bryggjuhverfisins mun því vera á lóð Björgunar og gert er ráð fyrir að flest mannvirki á svæðinu víki samhliða uppbyggingu. Þó er gert ráð fyrir að steinsteyptir birgðageymar eða síló sem standa við Sævarhöfða 31 og tengdar byggingar geti staðið áfram og fengið ný hlutverk tengt atvinnu- eða menningarstarfsemi.Hverfið mun tengjast því Bryggjuhverfi sem fyrir er í Grafarvogi en í deiliskipulagstillögunni er tekið fram að það hverfi hafi liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar sem það sé einangrað frá nágrannahverfum. Með hinu nýja Bryggjuhverfi sem og frekari uppbyggingu hins nýja hverfis standa vonir til að hægt verði að tengja eldra Bryggjuhverfið við hið nýja.Svona er hið nýja Elliðaárvogs/Ártúnshöfðahverfið hugsað. Svæðið sem hér er fjallað um er afmarkað með bláum línum.Mynd/Arkís,Verkís og LandslagÞá er gert ráð fyrir að svonefnt Bryggjutorg verði helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu,skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Í tillögunni er einnig lögð áhersla á það að almenningur eigi aðgengi að sjónum þar sem möguleiki verði á að fara í manngerða fjöru auk þess sem að gert er ráð fyrir þrepstöllum við síki til að setjast á auk þess sem þar gefst kostur á að upplifa sjávarföll og flæði yfirborðsvatns út í sjó, en síkin stallast niður frá Bryggjutorgi í átt að sjó. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan tíu ára frá gildistöku deiliskipulagsins sem er nú í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta sent inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna en upplýsingar um hvernig megi gera það má nálgast hér auk þess sem þar er hægt að kynna sér tillöguna sjálfa.Loftmynd af athafnasvæði Björgunar. Fyrirhugaðar lóðir á svæðinu eru afmarkarkað með rauðu. Skipulag Tengdar fréttir Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16 Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. Fyrirhugað deiliskipulag er fyrsti áfanginn í uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600. Svæðinu er skipt upp í nokkra hluta og verður deiliskipulag unnið fyrir hvern hluta fyrir sig. Það svæði sem hér er fjallað um er við mynni Grafarvogs og austan við ósa Elliðaáa. Stærstu hluti svæðisins er nú athafnasvæði Björgunar en árið 2016 undirrituðu borgaryfirvöld og Björgun ehf. samning þess efnis að fyrirtækið verði með starfsemi á svæðinu til loka maí 2019.Svæðið sem mun nýtast undir hið nýja BryggjuhverfiMeginuppbygging Bryggjuhverfisins mun því vera á lóð Björgunar og gert er ráð fyrir að flest mannvirki á svæðinu víki samhliða uppbyggingu. Þó er gert ráð fyrir að steinsteyptir birgðageymar eða síló sem standa við Sævarhöfða 31 og tengdar byggingar geti staðið áfram og fengið ný hlutverk tengt atvinnu- eða menningarstarfsemi.Hverfið mun tengjast því Bryggjuhverfi sem fyrir er í Grafarvogi en í deiliskipulagstillögunni er tekið fram að það hverfi hafi liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar sem það sé einangrað frá nágrannahverfum. Með hinu nýja Bryggjuhverfi sem og frekari uppbyggingu hins nýja hverfis standa vonir til að hægt verði að tengja eldra Bryggjuhverfið við hið nýja.Svona er hið nýja Elliðaárvogs/Ártúnshöfðahverfið hugsað. Svæðið sem hér er fjallað um er afmarkað með bláum línum.Mynd/Arkís,Verkís og LandslagÞá er gert ráð fyrir að svonefnt Bryggjutorg verði helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu,skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Í tillögunni er einnig lögð áhersla á það að almenningur eigi aðgengi að sjónum þar sem möguleiki verði á að fara í manngerða fjöru auk þess sem að gert er ráð fyrir þrepstöllum við síki til að setjast á auk þess sem þar gefst kostur á að upplifa sjávarföll og flæði yfirborðsvatns út í sjó, en síkin stallast niður frá Bryggjutorgi í átt að sjó. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan tíu ára frá gildistöku deiliskipulagsins sem er nú í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta sent inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna en upplýsingar um hvernig megi gera það má nálgast hér auk þess sem þar er hægt að kynna sér tillöguna sjálfa.Loftmynd af athafnasvæði Björgunar. Fyrirhugaðar lóðir á svæðinu eru afmarkarkað með rauðu.
Skipulag Tengdar fréttir Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16 Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16
Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00