Erlent

Fjölskylda fannst látin á Skáni

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur nú yfir á Skáni í Svíþjóð þar sem fjölskylda fannst látin í kvöld. Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag.

Lögreglan segir rannsókn á frumstigi og að ekki sé leitað að sökudólgi að svo stöddu.

„Við eigum mikið verk fyrir höndum áður en við getum tjáð okkur frekar,“ sagði Ewa-Gun Westford, frá lögreglunni í Bjärred, við Aftonbladet.



Tilkynning barst til lögreglunnar um klukkan fimm að staðartíma í dag og fóru lögregluþjónar til heimilis fjölskyldunnar þar sem líkin fundust. Svæðið hefur verið girt af og lögreglan segir að um rólegt íbúðahverfi sé að ræða.

Nágrannar fjölskyldunnar segja SVT að þeim sé verulega brugðið



Aldur hinna látnu hefur ekki verið gefinn upp og lögreglan segir að unnið verði á heimili fjölskyldunnar í alla nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×