Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. desember 2017 07:00 Rólegheitin ráða ríkjum á Litla-Hrauni á einu fjörugasta kvöldi ársins og vart sést flugeldur á himninum yfir fangelsinu. Vísir/GVA Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“ Fangelsismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“
Fangelsismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira