Réttindi barna í alþjóðasamstarfi Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Árni Stefánsson Réttindi barna Mest lesið Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega er lokið formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu, sem er svæðissamstarf Norðurlandanna fimm, Eystrasaltslandanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands, auk Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er var ráðinu komið á fót í því skyni að treysta lýðræðisþróun, öryggi og velferð í ríkjunum nærri Eystrasaltinu, í kjölfar frelsisbylgjunnar í Evrópu, þegar Sovétríkin hrundu. Eystrasaltslöndin fengu þá loks endurnýjað sjálfstæði og kom Ísland þar myndarlega að verki. Formennskuár Íslands var merkilegt m.a. fyrir þær sakir að það markaði 25 ára afmæli samstarfsins. Ég gegndi stöðu formanns stjórnarnefndar ráðsins á þessu afmælisári fyrir Íslands hönd. Mörgu miðaði vel fram og lagði Ísland höfuðáherslu á jafnrétti, lýðræði og réttindi og stöðu barna. Formennskuárinu lauk með fundi utanríkisráðherra aðildarlandanna í Hörpu um mitt þetta ár. Þeim fyrsta í rúm þrjú ár. Þar var Íslandi þakkað gott starf, m.a. á vettvangi barnaverndar. Börn í öndvegi Eitt af því sem hefur borið hæst í samstarfi Eystrasaltsríkjanna eru einmitt málefni sem lúta að því að treysta öryggi barna. Hér er um fjölþætt úrlausnarefni að ræða sem spannar allt frá mansali og vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og illri meðferð, þ.m.t. kynferðisofbeldi. Snar þáttur í þessu samstarfi hefur verið að stuðla að rannsóknum og skapa nýja þekkingu, miðla þessari þekkingu sem og dýrmætri reynslu á meðal aðildarríkjanna, m.a. á sviði fræðslu, þjálfunar og annarrar tæknilegrar aðstoðar til að tryggja öryggi og bæta hag barna í viðkvæmri stöðu. Fljótlega eftir að ég hóf störf á vettvangi Eystrasaltsráðsins fyrir nokkrum árum, varð ég þess áskynja að á þessu sviði samstarfsins hafði Ísland markað sér sterka stöðu sem tekið var eftir. Hafið er yfir allan vafa að á sviði barnaverndar hafði Ísland verið leiðandi. Fulltrúi okkar Íslendinga, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sem á sínum tíma var kjörinn fyrsti formaður þessa samstarfs í ráðinu árið 2002, hefur raunverulega gegnt þar forystuhlutverki á þessu málasviði í áraraðir. Það eru engar ýkjur þegar fullyrt er að áhrif Íslands hafi haft afgerandi áhrif á þróun barnaverndarmála í öllum aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins, og eru þá Norðurlönd með talin. Barnahús að íslenskri fyrirmynd hafa risið á öllum Norðurlöndum og nú á formennskutíma Íslands er það sérstaklega gleðilegt, að þau hafa tekið til starfa í Litháen, Eistlandi og nú síðast Lettlandi. Barnahúsin hafa að markmiði að tryggja barnvinsamlega rannsókn ofbeldis gegn börnum og viðeigandi hjálp. Þau eru ekki einungis starfsemi sem fer fram innan fjögurra veggja, heldur byggja á víðtæku samstarfi lykilstofnana sem hafa hlutverki að gegna á sviði réttarfars, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Þannig hefur hróður Barnaverndarstofu og verk hennar borist víða. Spámaðurinn og föðurlandið Í þessu ljósi er undarlegt að fylgjast með þeirri atlögu sem nýlega hefur verið gerð að mannorði og störfum Braga Guðbrandssonar í sumum fjölmiðlum. Það er augljóst að hún tengist því að hann hefur verið trúr því hlutverki að standa vörð um rétt þeirra barna sem eiga allt sitt undir því að eftirlit með réttindum þeirra sé öflugt. Og spornað við þegar út af hefur borið. Það getur vel verið að hann hafi þurft að stíga á einhverjar tær í kerfinu vegna þessa. Líklega er það óhjákvæmilegt. Það er hans skylda barnanna vegna. Upp úr stendur þó það þrekvirki sem hann hefur unnið hér heima og á alþjóðavettvangi á þessu sviði í nánu samstarfi við starfsfólkið á öflugri Barnaverndarstofu. Í alþjóðasamstarfi eigum við Íslendingar stundum öfluga talsmenn, sem gerir það að verkum að fámenni Íslands í hinum stóra heimi verður algjört aukaatriði. Þá er einfaldlega hlustað á kröftuga rödd Íslands, vegna þess að við höfum sitthvað handfast og gagnlegt til málanna að leggja. Þannig er það í barnavernd í norðurhluta Evrópu. Yfir því eigum við að gleðjast og þakka þeim sem hönd leggja á plóg. Það eigum við ekki síst að gera barnanna okkar vegna. Þau eiga það skilið. Þau eru framtíðin. Höfundur er sendiherra.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun