Ellý flúrar yfir nafn fyrrverandi: „Þetta er eins og endurfæðing“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 11:00 Ellý stóð sig eins og hetja í stólnum á húðflúrstofunni. Vísir / Lilja Katrín & Reykjavík Ink „Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink
Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17