Stefán Hallur stígur til hliðar sem kennari við LHÍ til að „axla ábyrgð og skapa frið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 14:40 Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands í kjölfar #metoo umræðunnar. Vísir/Ernir Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar. MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar.
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00