Spænskur jólapakki á Þorláksmessunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 06:30 Úr leik liðanna á síðasta tímabili vísir/getty Í haust var mátturinn með Real Madrid. Spánar- og Evrópumeistararnir virtust sterkari en nokkru sinni og sýndu styrk sinn með öruggum sigri á Barcelona í spænska ofurbikarnum. Liðsheildin var sterkari en oftast áður, Cristiano Ronaldo enn að skora mörk í bílförmum og ungir og efnilegir leikmenn að banka á dyrnar í aðalliðinu. Á meðan var allt í steik hjá Barcelona. Neymar var farinn og maðurinn sem átti að leysa hann af, Ousmane Dembélé, meiddist strax. Philippe Coutinho kom ekki frekar en aðrir sterkir leikmenn sem voru orðaðir við Barcelona. Mikil óánægja var með forseta félagsins, Josep Maria Bartomeu, og þá er og var ástandið í Katalóníu mjög eldfimt. Þrátt fyrir þetta allt er Barcelona ósigrað á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 11 stigum á undan Real Madrid sem situr í 4. sætinu. Börsungar geta því stigið ansi stórt skref í átt að Spánarmeistaratitlinum með sigri á Santiago Bernabéu á Þorláksmessu. Þeir geta allavega gert nánast út um vonir Real Madrid um að verja titilinn. Pressan er því öll á Madrídingum fyrir 237. leik erkifjendanna frá upphafi. En af hverju er Barcelona, eftir þetta erfiða sumar, í þessari frábæru stöðu? Einfalda svarið er Lionel Messi. Þrátt fyrir að vera orðinn þrítugur gefur argentínski snillingurinn, sem Íslendingar mæta á HM á næsta ári, ekkert eftir og heldur áfram að draga kanínur upp úr hatti sínum. Messi hefur skorað 14 mörk og gefið fimm stoðsendingar í 16 deildarleikjum á tímabilinu. Hetjurnar hafa líka komið úr óvæntri átt. Franski miðvörðurinn Samuel Umtiti spilaði frábærlega þangað til hann meiddist í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í upphafi mánaðarins. Thomas Vermalen, sem hefur lítið spilað undanfarin ár, hefur svo spilað vel í fjarveru Umtitis. Marc-André ter Stegen hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í 16 deildarleikjum. Og Brasilíumaðurinn Paulinho, sem var óvænt keyptur frá Guangzhou Evergrande í Kína, hefur verið afar drjúgur og skorað sex mörk í deildinni. Þá hefur nýi maðurinn í brúnni, Ernesto Velvarde, stýrt öllu með myndarbrag. Þessi 53 ára fyrrverandi framherji Barcelona er yfirvegaður og vinsæll meðal leikmanna og hæstráðenda hjá Katalóníufélaginu. Real Madrid hefur verið í eltingaleik nánast frá byrjun tímabils. Cristiano Ronaldo byrjaði tímabilið í fimm leikja banni og hefur ekki komist á flug í spænsku deildinni. Mörkin eru aðeins fjögur sem þykir lítið á þeim bænum. En það virðist vera að birta til. Ronaldo skoraði tvö mörk í 5-0 sigrinum á Sevilla í síðustu umferð og svo markið sem tryggði Real Madrid heimsmeistaratitil félagsliða í síðustu viku. Hann virðist því að vera að taka við sér. Ekki veitir af. Real Madrid hefur bara skorað 30 mörk í 15 leikjum í spænsku deildinni í vetur. Á sama tíma í fyrra voru Madrídingar búnir að skora 10 mörkum meira. Karim Benzema hefur verið kaldur á tímabilinu og Gareth Bale er alltaf meiddur. Það er auðvelt að vera dramatískur og segja að tímabilið sé undir í El Clásico. En staðan er þannig að Real Madrid verður að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum. Vinni Barcelona munar 14 stigum á liðunum og jafnvel þótt Real Madrid vinni leikinn sem það á inni missa Börsungar aldrei niður svona mikið forskot. Pressan er öll á Ronaldo og félögum og nú þurfa þeir að standast hana. Spænski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Í haust var mátturinn með Real Madrid. Spánar- og Evrópumeistararnir virtust sterkari en nokkru sinni og sýndu styrk sinn með öruggum sigri á Barcelona í spænska ofurbikarnum. Liðsheildin var sterkari en oftast áður, Cristiano Ronaldo enn að skora mörk í bílförmum og ungir og efnilegir leikmenn að banka á dyrnar í aðalliðinu. Á meðan var allt í steik hjá Barcelona. Neymar var farinn og maðurinn sem átti að leysa hann af, Ousmane Dembélé, meiddist strax. Philippe Coutinho kom ekki frekar en aðrir sterkir leikmenn sem voru orðaðir við Barcelona. Mikil óánægja var með forseta félagsins, Josep Maria Bartomeu, og þá er og var ástandið í Katalóníu mjög eldfimt. Þrátt fyrir þetta allt er Barcelona ósigrað á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, 11 stigum á undan Real Madrid sem situr í 4. sætinu. Börsungar geta því stigið ansi stórt skref í átt að Spánarmeistaratitlinum með sigri á Santiago Bernabéu á Þorláksmessu. Þeir geta allavega gert nánast út um vonir Real Madrid um að verja titilinn. Pressan er því öll á Madrídingum fyrir 237. leik erkifjendanna frá upphafi. En af hverju er Barcelona, eftir þetta erfiða sumar, í þessari frábæru stöðu? Einfalda svarið er Lionel Messi. Þrátt fyrir að vera orðinn þrítugur gefur argentínski snillingurinn, sem Íslendingar mæta á HM á næsta ári, ekkert eftir og heldur áfram að draga kanínur upp úr hatti sínum. Messi hefur skorað 14 mörk og gefið fimm stoðsendingar í 16 deildarleikjum á tímabilinu. Hetjurnar hafa líka komið úr óvæntri átt. Franski miðvörðurinn Samuel Umtiti spilaði frábærlega þangað til hann meiddist í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo í upphafi mánaðarins. Thomas Vermalen, sem hefur lítið spilað undanfarin ár, hefur svo spilað vel í fjarveru Umtitis. Marc-André ter Stegen hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í 16 deildarleikjum. Og Brasilíumaðurinn Paulinho, sem var óvænt keyptur frá Guangzhou Evergrande í Kína, hefur verið afar drjúgur og skorað sex mörk í deildinni. Þá hefur nýi maðurinn í brúnni, Ernesto Velvarde, stýrt öllu með myndarbrag. Þessi 53 ára fyrrverandi framherji Barcelona er yfirvegaður og vinsæll meðal leikmanna og hæstráðenda hjá Katalóníufélaginu. Real Madrid hefur verið í eltingaleik nánast frá byrjun tímabils. Cristiano Ronaldo byrjaði tímabilið í fimm leikja banni og hefur ekki komist á flug í spænsku deildinni. Mörkin eru aðeins fjögur sem þykir lítið á þeim bænum. En það virðist vera að birta til. Ronaldo skoraði tvö mörk í 5-0 sigrinum á Sevilla í síðustu umferð og svo markið sem tryggði Real Madrid heimsmeistaratitil félagsliða í síðustu viku. Hann virðist því að vera að taka við sér. Ekki veitir af. Real Madrid hefur bara skorað 30 mörk í 15 leikjum í spænsku deildinni í vetur. Á sama tíma í fyrra voru Madrídingar búnir að skora 10 mörkum meira. Karim Benzema hefur verið kaldur á tímabilinu og Gareth Bale er alltaf meiddur. Það er auðvelt að vera dramatískur og segja að tímabilið sé undir í El Clásico. En staðan er þannig að Real Madrid verður að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum. Vinni Barcelona munar 14 stigum á liðunum og jafnvel þótt Real Madrid vinni leikinn sem það á inni missa Börsungar aldrei niður svona mikið forskot. Pressan er öll á Ronaldo og félögum og nú þurfa þeir að standast hana.
Spænski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira