Breyta húsinu í fjölbýli í trássi við vilja íbúa í Furugrund Baldur Guðmundsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Engin starfsemi hefur verið í stórum hluta hússins lengi. Íbúar í Furugrund segja bygginguna og og umhverfi hennar hverfinu til skammar. vísir/vilhelm „Það er ekki hægt að segja neinum að reka búð þarna. Á meðan Kópavogsbær vill ekki kaupa þessa eign, þá er þetta erfitt,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihluta í Kópavogi. Á síðasta fundi skipulagsráðs var lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna Furugrundar 3, verslunarhúsnæðis sem deilt hefur verið um árum saman. Tillagan miðar að því að reiturinn sem húsið stendur á, þar sem áður var meðal annars Snæland video og verslun Nóatúns, verði skilgreindur sem íbúðarsvæði en ekki verslunar- og þjónustusvæði. „Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.800 fermetrar að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum,“ segir í tillögunni. Í kjallaranum, þriðjungi hússins, verður þó verslun- og þjónusta, ásamt geymslum.Fyrsta Snæland video-sjoppan var um langa hríð rekin í húsinu.vísir/vilhelmFram kemur að verslunarstarfsemi í húsinu hafi dregist saman á undanförnum árum og viðskiptin hafi færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, svo sem við Nýbýlaveg. Lóðin var seld árið 2014 og hugðust kaupendur byggja 32 íbúða hótel á henni. Þær fyrirætlanir féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum hverfisins. Fréttablaðið hefur rætt við fjöldann allan af íbúum á svæðinu en þeir hafa undanfarin ár haldið á lofti háværum andmælum gegn því að verslunarhúsinu verði breytt í íbúðir. Á þeim mörgum má heyra að þá hafi brostið þrótt til að berjast í málinu. Meirihluti bæjarstjórnar hafi engan áhuga á að mæta óskum íbúa og við ofurefli væri að etja. Samráð við þá hafi verið til að sýnast. Þrír óskyldir viðmælendur höfðu með einum eða öðrum hætti á orði við blaðamann að íbúar á svæðinu litu á Furugrund 3 sem kosningamál næsta vor, þegar kosið verður til bæjarstjórnar. Fulltrúar meirihlutans gætu ekki vænst mikils stuðnings úr hverfinu.Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, vill færri en stærri íbúðir.Helga Jónsdóttir er íbúi í Furugrund 62 en er jafnframt skólastjóri Leikskólans Furugrundar. Bílastæði leikskólans skilur húsnæði leikskólans og Furugrundar 3 að. Hún segir að bílastæðavandi sé viðvarandi umhverfis leikskólann og að 12 íbúðir væru síst til þess fallnar að greiða úr þeim vanda. Hún er á meðal þeirra íbúa í Furugrund 62 sem sendu athugasemd til skipulagsráðs vegna tillögu bæjarins um breytingu á aðalskipulagi. Í henni kemur fram að húsnæðið myndi þjóna íbúum hverfisins best sem verslunar- og þjónustuhúsnæði. Þá hafi breyting á húsnæðinu í för með sér grundvallarbreytingar á útsýni íbúa. Í athugasemdinni er bent á að 14 númerslausir og skemmdir bílar standi á lóðinni við Furugrund 3 og að umgengni eiganda hússins sé „fyrir neðan öll velsæmismörk“. Lóðin sé full af drasli hringinn í kring um bygginguna. Gróðri hafi ekki verið sinnt síðan 2008. „Byggingin og umhverfi hennar er hverfinu okkar til skammar og það útlit sem blasir þarna við bæði gestum og gangandi er ekki boðlegt.“ Lagt er til í athugasemdinni að byggðar verði færri og stærri íbúðir, til að mæta þeim skorti á stærri íbúðum sem viðvarandi er í hverfinu. Nánast ómögulegt sé fyrir stækkandi fjölskyldur að stækka við sig innan hverfis. Í sama streng tekur Margrét Júlía, sem lét á fundi skipulagsráðs bóka að mikil óánægja væri á meðal íbúa í nágrenninu vegna fyrirhugaðra breytinga. Fjöldi undirskrifta og athugasemda hefðu borist bænum. Hún leggur líka til að færri íbúðir verði í húsinu, en að þær verði þriggja til fjögurra herbergja. Þá verði húsið ekki hækkað. „Mikilvægt er að gefa fjölskyldum kost á að halda sig innan skólahverfa við flutning, til að raska sem minnst högum barnanna. Því legg ég til að í Furugrund 3 komi 4ra herbergja íbúðir,“ bókaði hún. Margrét segir að gera megi ráð fyrir að málið komi til kasta bæjarstjórnar í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Það er ekki hægt að segja neinum að reka búð þarna. Á meðan Kópavogsbær vill ekki kaupa þessa eign, þá er þetta erfitt,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihluta í Kópavogi. Á síðasta fundi skipulagsráðs var lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi vegna Furugrundar 3, verslunarhúsnæðis sem deilt hefur verið um árum saman. Tillagan miðar að því að reiturinn sem húsið stendur á, þar sem áður var meðal annars Snæland video og verslun Nóatúns, verði skilgreindur sem íbúðarsvæði en ekki verslunar- og þjónustusvæði. „Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.800 fermetrar að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum,“ segir í tillögunni. Í kjallaranum, þriðjungi hússins, verður þó verslun- og þjónusta, ásamt geymslum.Fyrsta Snæland video-sjoppan var um langa hríð rekin í húsinu.vísir/vilhelmFram kemur að verslunarstarfsemi í húsinu hafi dregist saman á undanförnum árum og viðskiptin hafi færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, svo sem við Nýbýlaveg. Lóðin var seld árið 2014 og hugðust kaupendur byggja 32 íbúða hótel á henni. Þær fyrirætlanir féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum hverfisins. Fréttablaðið hefur rætt við fjöldann allan af íbúum á svæðinu en þeir hafa undanfarin ár haldið á lofti háværum andmælum gegn því að verslunarhúsinu verði breytt í íbúðir. Á þeim mörgum má heyra að þá hafi brostið þrótt til að berjast í málinu. Meirihluti bæjarstjórnar hafi engan áhuga á að mæta óskum íbúa og við ofurefli væri að etja. Samráð við þá hafi verið til að sýnast. Þrír óskyldir viðmælendur höfðu með einum eða öðrum hætti á orði við blaðamann að íbúar á svæðinu litu á Furugrund 3 sem kosningamál næsta vor, þegar kosið verður til bæjarstjórnar. Fulltrúar meirihlutans gætu ekki vænst mikils stuðnings úr hverfinu.Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, vill færri en stærri íbúðir.Helga Jónsdóttir er íbúi í Furugrund 62 en er jafnframt skólastjóri Leikskólans Furugrundar. Bílastæði leikskólans skilur húsnæði leikskólans og Furugrundar 3 að. Hún segir að bílastæðavandi sé viðvarandi umhverfis leikskólann og að 12 íbúðir væru síst til þess fallnar að greiða úr þeim vanda. Hún er á meðal þeirra íbúa í Furugrund 62 sem sendu athugasemd til skipulagsráðs vegna tillögu bæjarins um breytingu á aðalskipulagi. Í henni kemur fram að húsnæðið myndi þjóna íbúum hverfisins best sem verslunar- og þjónustuhúsnæði. Þá hafi breyting á húsnæðinu í för með sér grundvallarbreytingar á útsýni íbúa. Í athugasemdinni er bent á að 14 númerslausir og skemmdir bílar standi á lóðinni við Furugrund 3 og að umgengni eiganda hússins sé „fyrir neðan öll velsæmismörk“. Lóðin sé full af drasli hringinn í kring um bygginguna. Gróðri hafi ekki verið sinnt síðan 2008. „Byggingin og umhverfi hennar er hverfinu okkar til skammar og það útlit sem blasir þarna við bæði gestum og gangandi er ekki boðlegt.“ Lagt er til í athugasemdinni að byggðar verði færri og stærri íbúðir, til að mæta þeim skorti á stærri íbúðum sem viðvarandi er í hverfinu. Nánast ómögulegt sé fyrir stækkandi fjölskyldur að stækka við sig innan hverfis. Í sama streng tekur Margrét Júlía, sem lét á fundi skipulagsráðs bóka að mikil óánægja væri á meðal íbúa í nágrenninu vegna fyrirhugaðra breytinga. Fjöldi undirskrifta og athugasemda hefðu borist bænum. Hún leggur líka til að færri íbúðir verði í húsinu, en að þær verði þriggja til fjögurra herbergja. Þá verði húsið ekki hækkað. „Mikilvægt er að gefa fjölskyldum kost á að halda sig innan skólahverfa við flutning, til að raska sem minnst högum barnanna. Því legg ég til að í Furugrund 3 komi 4ra herbergja íbúðir,“ bókaði hún. Margrét segir að gera megi ráð fyrir að málið komi til kasta bæjarstjórnar í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira