Nýjustu auglýsingar þeirra lætur manni langa rosalega í fatnaðinn, og er listinn okkar orðinn ansi langur. Döðlur hafa myndað vini sína og vandamenn, eins og rapparann Birni, dansarana Unu og danshópinn Les Coquettes, og Daða.
Þægilegir en töff íþróttagallar hafa einkennt síðustu línur þeirra, en nú prófa þeir sig áfram með önnur efni og liti. Svarti velúrgallinn myndi sóma sig vel fyrir hvaða aldurshóp sem er, og er fullkomin jólagjöf ef það er einhver þarna úti alveg á síðustu stundu.




