Fluttu tugþúsundir skjala tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétt Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 14:41 Davíð Þór Björgvinsson segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Vísir/eyþór Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00