Kjararáði verði falið að ákveða kaup og kjör fyrir vinnu fanga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, fylgist grannt með aðbúnaði í fangelsum landsins. vísir/vilhelm „Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ég er kominn á þá skoðun að kjararáð eigi að úrskurða um kjör fanga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, og vísar til orða fjármálaráðherra nú í vikunni þess efnis að kjararáð úrskurði um kjör þeirra stétta sem ekki geta sjálfar samið um kjör sín stöðu sinnar vegna. Guðmundur segir dagpeninga fanga ekki hafa hækkað síðan árið 2006 og þóknun fanga fyrir vinnu og nám hafi í rauninni ekkert hækkað um langa hríð og séu smánarlega lág eða 415 kr. á tímann. Hann segir fangelsin taka mun hærri greiðslur frá fyrirtækjum fyrir útselda vinnu og fagnar fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis um þessi efni til ráðherra heilbrigðis- og dómsmála. Umboðsmaður Alþingis ritaði dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku þar sem hann óskar upplýsinga um nánar tilgreind atriði vegna fyrirhugaðs álits um aðbúnað og réttarstöðu fanga í fangelsinu á Litla-Hrauni. Umboðsmaður óskar margvíslegra upplýsinga um útreikninga á fæðisfé, dagpeningum og þóknunum til fanga fyrir vinnu og nám í fangelsunum. Hann spyr meðal annars um kröfur til næringarinnihalds fæðis í fangelsum og samhengis þeirra krafna og þess fæðisfjár sem föngum er úthlutað. Þá óskar hann eftir upplýsingum um hvernig dagpeningar eru ákvarðaðir með hliðsjón af þeirri viðmiðun að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu. Hann gerir sértekjur fangelsisins á Litla-Hrauni af útseldri vinnu sem fangar inna af hendi að umtalsefni og spyr hvernig umræddar sértekjur hafi áhrif á ákvörðun og greiðslu þóknunar til fanga sem vinna að umræddum útseldum verkefnum. Umboðsmaður gerir einnig gagnrýni innlendra og erlendra eftirlitsaðila á málefnum geðsjúkra fanga að umtalsefni og óskar eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um hvort framkvæmt hafi verið sérstakt mat á almennri þjónustuþörf á Litla-Hrauni með tilliti til geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu og hvort tekið hafi verið til skoðunar að lagt verði mat á það hverju sinni hvort forsvaranlegt sé að vista sakhæfan fanga sem glímir við andleg veikindi í afplánunarfangelsi með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er í boði. Umboðsmaður spyr einnig um vistun andlega veikra fanga í afplánunarfangelsum, um afgreiðslu beiðna um innlögn veikra fanga á geðdeild og form og forsendur fyrir synjunum slíkra beiðna. Þá óskar umboðsmaður eftir afritum af öllum beiðnum um slíkar innlagnir og afgreiðslu þeirra á árunum 2016 og 2017. Fyrirspurnir umboðsmanns eiga uppruna sinn að rekja til athugunar á aðbúnaði á Litla-Hrauni árið 2013. Í erindinu lætur hann þess getið að vafi leiki á um að gerðar hafi verið fullnægjandi úrbætur á þeim atriðum sem hann hafi gert athugasemdir við og íhugar nú að ljúka umræddri athugun með sérstakri álitsgerð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda