Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Frá kröfugöngu 1. maí. Viðskiptaráð segir úrskurði kjararáðs setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður. vísir/vilhelm Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira