Rússar segja Bandaríkin stuðla að blóðsúthellingum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2017 17:44 Aðskilnaðarsinni stendur vörð í Úkraínu. Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé. Úkraína Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé.
Úkraína Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira