Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. desember 2017 19:30 Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“ Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira