Puigdemont vill snúa aftur til Katalóníu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2017 23:47 Carles Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Vísir/AFP Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, vill snúa aftur heim. Puigdemont, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, hefur kallað eftir því að yfirvöld Spánar hleyptu honum aftur til Katalóníu áður en héraðsþingið kemur saman aftur eftir kosningar vikunnar, svo hann geti aftur sest í forsetastól. Snúi Puigdemont aftur til Spánar gæti hann verið handtekinn og ákærður fyrir, meðal annars, landráð og misnotkun á opinberu fé. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar eftir að aðskilnaðarsinnar héldu kosningu í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni. Spánarstjórn boðaði til nýju kosninganna. „Ég vil snúa aftur til Katalóníu eins fljótt og auðið er. Ég vil snúa aftur núna strax. Það væru góðar fréttir fyrir Spán,“ sagði Puigdemont í samtali við blaðamann Reuters. „Ég er forseti héraðsstjórnarinnar og ég verð áfram forseti ef spænska ríkið virðir niðurstöður kosninganna. Hann sagðist enn fremur vera tilbúinn til viðræðna við ríkisstjórn Mariano Rajoy. Jafnvel þó ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að bjóða íbúum Katalóníu sjálfstæði. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, vill snúa aftur heim. Puigdemont, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, hefur kallað eftir því að yfirvöld Spánar hleyptu honum aftur til Katalóníu áður en héraðsþingið kemur saman aftur eftir kosningar vikunnar, svo hann geti aftur sest í forsetastól. Snúi Puigdemont aftur til Spánar gæti hann verið handtekinn og ákærður fyrir, meðal annars, landráð og misnotkun á opinberu fé. Aðskilnaðarsinnar verða með nauman meirihluta á héraðsþinginu, nokkuð minni en á síðasta þingi, sem var leyst upp af spænska ríkinu með vísun í 155. grein stjórnarskrárinnar eftir að aðskilnaðarsinnar héldu kosningu í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni. Spánarstjórn boðaði til nýju kosninganna. „Ég vil snúa aftur til Katalóníu eins fljótt og auðið er. Ég vil snúa aftur núna strax. Það væru góðar fréttir fyrir Spán,“ sagði Puigdemont í samtali við blaðamann Reuters. „Ég er forseti héraðsstjórnarinnar og ég verð áfram forseti ef spænska ríkið virðir niðurstöður kosninganna. Hann sagðist enn fremur vera tilbúinn til viðræðna við ríkisstjórn Mariano Rajoy. Jafnvel þó ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að bjóða íbúum Katalóníu sjálfstæði.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira