Annatími hjá sorphirðufólki: Fólk hvatt til að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 15:30 Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert til að auðvelda sorphirðu. Vísir/Anton Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“ Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“
Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira