UFC-goðsögnin Georges St-Pierre, eða GSP, hefur ekki verið að óska mikið eftir bardögum og til að mynda lítið tjáð sig um möguleikann á því að berjast við Conor McGregor.
Hann vill síður gera það því Conor er mun léttari bardagamaður og honum finnst það ekki líta vel út að hann sé að skora slíka kappa á hólm.
Þjálfarinn hans, Firas Zahabi, er aftur á móti ekki á sömu skoðun og vill endilega að GSP berjist við Conor í risabardaga.
„Mér finnst það ekki vera brjálæði. Ég er búinn að biðja um þennan bardaga núna í eitt og hálft ár. Ég held að þetta yrði frábær bardagi,“ sagði Zahabi.
„Conor er tvöfaldur meistari. Hann er með drápshögg í hönskunum. Hann veit hvað hann er að gera. Afar skarpur bardagamaður og hættulegur. Hann óttast engan og bardagi á milli hans og GSP yrði geggjaður bardagi. Þetta yrði líklega stærsti bardagi í sögu UFC og MMA. Það met yrði ekki slegið næstu tíu árin og því ekki að láta af þessu verða?“
Þjálfari GSP vill að hann berjist við Conor
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


