Erlent

Flóttamenn frá Norður-Kóreu urðu mögulega fyrir geislavirkni

Samúel Karl Ólason skrifar
Sérfræðingar hafa þó lengi haft áhyggjur af því að geislavirkni leki frá Punggye-ri og mögulega að fjallið þar sem sex kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar gæti fallið saman.
Sérfræðingar hafa þó lengi haft áhyggjur af því að geislavirkni leki frá Punggye-ri og mögulega að fjallið þar sem sex kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar gæti fallið saman. Vísir/AFP
Minnst fjórir þeirra sem hafa flúið frá Norður-Kóreu á undanförnum árum virðast hafa orðið fyrir geislavirkni. Ekki hefur verið staðfest að það tengist kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu en fjórmenningarnir sem um ræðir eru frá sama héraði og kjarnorkusprengjutilraunir hafa farið fram.

Embættismenn í Suður-Kóreu segja fjórmenningana hafa orðið fyrir geislun á milli maí 2009 og janúar 2013 og allir flúðu til Suður-Kóreu áður en síðasta, og stærsta, kjarnorkusprengjan var sprengd í Punggye-ri í september.

Samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunni hafa Suður-Kóreumenn framkvæmd geislavirknirannsóknir frá því í október og þar á meðal hafa rannsóknir verið framkvæmdar á 30 flóttamönnum sem bjuggu í sama héraði og Punggye-ri.

Ekki er þó hægt að sannreyna, að svo stöddu, að breytingarnar sem fundust á litningum fólksins sé til kominn vegna kjarnorkusprenginga. Mögulega eru þær til komnar vegna aldurs eða jafnvel reykinga. Sérfræðingar segja mjög erfitt að sannreyna að um geislun vegna kjarnorkuvopna sé að ræða og flóttamenn frá Norður-Kóreu verða hvattir til að gangast oftar undir læknisskoðun svo hægt verði að betrumbæta gögn vegna mögulegrar geislunar.

Sérfræðingar hafa þó lengi haft áhyggjur af því að geislavirkni leki frá Punggye-ri og mögulega að fjallið þar sem sex kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar gæti fallið saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×