Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Jóhann Óli Eiðsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 28. desember 2017 11:15 Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins í gær. Vísir/Anton Brink Kínversk kona á þrítugsaldri lést þegar hópferðabíll ók aftan á fólksbíl og endaði utan vegar á Suðurlandsvegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri skömmu fyrir hádegi í gær. Móðir hennar liggur alvarlega slösuð á Landspítalanum. Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar (LHG) á Landspítalann. Fimm eru á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og útskrifast tveir af bráðalegudeild í dag. Þrír þurfa áfram á gjörgæslumeðferð að halda. Tveir útskrifuðust frá bráðamóttöku og Landspítala strax í gægr. Aðrir ferðamenn, 32 talsins, voru fluttir í fjöldahjálparstöð á Klaustri. Yfirmaður sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) segir að mikið hafi munað um að ein af þyrlum LHG hafi verið í æfingaflugi á svæðinu. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum. 44 kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Fyrstu viðbragðsaðilar komu frá Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri. Um leið lá umfang slyssins fyrir og ákveðið var að virkja hópslysaáætlun.Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum til Reykjavíkur.Vísir/Anton BrinkAðgerðastjórn var sett á laggirnar á Selfossi og samhæfingarstöð var komið á í Skógarhlíð. Um 180 manns komu að aðgerðum á vettvangi en um 300 alls að aðgerðinni í heild. „Við tjölduðum öllu til sem hægt var að tjalda. Það vildi svo heppilega til að ein þyrla LHG var í Vestmannaeyjum og gat komið beint þaðan,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSu. Tveir farþegar lentu undir rútunni en það tókst að ná þeim þaðan með hjálp vinnulyftu í einkaeigu frá Vík í Mýrdal. Annar þeirra var úrskurðaður látinn á slysstað. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri farþegar hafi kastast út úr rútunni.Alls voru tólf fluttir með þyrlum á Landspítalann þar sem mikill viðbúnaður var.Vísir/Anton Brink„Eftir að fólkið hafði verið losað hófst vinna við að forgangsraða fólki. Landspítalanum hafði verið gert viðvart og voru níu fluttir þangað mjög alvarlega slasaðir með þyrlum LHG. Þrír til viðbótar, minna slasaðir, fóru með þyrlunum,“ segir Styrmir. Aðrir hafi verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri en þaðan voru tíu fluttir með þyrlu á HSu. „Ég vil hrósa öllum sem komu að þessu. Frá vettvangi og til Reykjavíkur auk allra annarra sem að þessu komu.“Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.VÍSIR/ERNIR„Það var mikið högg að fá tólf í einu en samvinnan við alla gekk mjög vel fyrir sig, eins og hún gerir nánast alltaf. HSu axlaði miklar byrðar sem gerði það að verkum að við gátum einbeitt okkur að þessum tólf mest slösuðu,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að Landspítalinn sé alltaf fullnýttur og því hafi þurft að byrja á því að skapa rými fyrir þá sem fluttir voru á spítalann af slysstað. Einhverjir sjúklingar hafi því verið fluttir á Akranes. Slysið kom á versta tíma fyrir spítalann enda yfirleitt álagstími strax eftir jólin. Gulu viðbragðsstigi var lýst yfir á spítalanum og fólki bent á að leita á heilsugæslustöðvar og Læknavaktina. Viðbragðsstiginu var aflétt klukkan sex í gær. Í hópslysaæfingum hér á landi hafa meðal annars verið æfðar aðstæður þar sem flytja þarf fólk úr landi vegna álags á stofnanir hérlendis.Gulu viðbragðsstigi var lýst yfir á Landspítalanum vegna slyssins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Það hefði þurft að minnsta kosti tvöfalt fleiri slasaða til að setja okkur í þá stöðu en slíkt fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum á stofnunum og eðli áverka hverju sinni. Slíkt er inni í viðbragðsáætlunum okkar og almannavarna,“ segir Ólafur. „Það er svo verðmætt að vera búin að æfa viðbrögð. Við höldum reglulega æfingar og það skilar sér.“Vill sjúkraþyrlu á Suðurland Það sem af er ári hafa orðið minnst þrettán óhöpp hópferðabíla hér á landi. Í flestum hafa orðið engin, eða minniháttar slys, á fólki. Nokkur þeirra hafa átt sér stað í umdæmi Suðurlands. „Við höfum verið mjög uppteknir undanfarna daga. Við höfum verið með hjartað í brókinni að svona geti gerst í ljósi gríðarlegs álags stórra ökutækja á svæðinu,“ segir Styrmir. Styrmir segir að samræmdar aðgerðaáætlanir og æfingar geri fólk betur í stakk búið til að takast á við slík áföll en helst vildu menn að aldrei þyrfti að reyna á þær. Kallað hefur verið eftir því að hálkuvarnir verði bættar fyrir austan Vík í Mýrdal og bæta vegi. „Það að fyrsta þyrlan hafi verið í æfingaflugi virkaði í raun eins og hún væri á staðvakt. Það var gríðarlega mikilvægt. Það ýtir undir þá skoðun sem við höfum haft að það eigi alltaf að vera sjúkraþyrla tæk á staðvakt á Suðurlandi í ljósi af umferðarálagi á svæðinu,“ segir Styrmir. Fyrsta þyrlan sem mætti á vettvang í gær var stödd í Vestmannaeyjum þegar kallið kom og segir Styrmir það hafa verið mikilvægt hversu fljót hún var á staðinn.Vísir/AntonSendiherra heimsótti fjöldahjálparmiðstöð og LSH Liu Mingming sendiherra Kína fór í kjölfar slyssins og heimsótti þá slösuðu, bæði á Landspítalanum og fjöldahjálparmiðstöðinni sem opnuð var á Kirkjubæjarklaustri. Hann fór ásamt öðrum starfsmönnum sendiráðsins til þess að fá frekari upplýsingar um tildrög slyssins og líðan þeirra slösuðu. Kínverska sendiráðið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að sendiráðið hafi strax komið af stað viðbragðsáætlun vegna slyssins í gær. Þá leggja þau áherslu á að málum kínversku ríkisborgaranna sem slösuðust verði fylgt náið eftir og bjóða þeim fram alla nauðsynlega aðstoð. Ferðamennska á Íslandi Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Æfingar skiptu sköpum á slysstað Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 27. desember 2017 22:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Kínversk kona á þrítugsaldri lést þegar hópferðabíll ók aftan á fólksbíl og endaði utan vegar á Suðurlandsvegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri skömmu fyrir hádegi í gær. Móðir hennar liggur alvarlega slösuð á Landspítalanum. Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar (LHG) á Landspítalann. Fimm eru á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og útskrifast tveir af bráðalegudeild í dag. Þrír þurfa áfram á gjörgæslumeðferð að halda. Tveir útskrifuðust frá bráðamóttöku og Landspítala strax í gægr. Aðrir ferðamenn, 32 talsins, voru fluttir í fjöldahjálparstöð á Klaustri. Yfirmaður sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) segir að mikið hafi munað um að ein af þyrlum LHG hafi verið í æfingaflugi á svæðinu. Tilkynning um slysið barst á tólfta tímanum. 44 kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni auk ökumanns og leiðsögumanns. Fyrstu viðbragðsaðilar komu frá Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri. Um leið lá umfang slyssins fyrir og ákveðið var að virkja hópslysaáætlun.Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum til Reykjavíkur.Vísir/Anton BrinkAðgerðastjórn var sett á laggirnar á Selfossi og samhæfingarstöð var komið á í Skógarhlíð. Um 180 manns komu að aðgerðum á vettvangi en um 300 alls að aðgerðinni í heild. „Við tjölduðum öllu til sem hægt var að tjalda. Það vildi svo heppilega til að ein þyrla LHG var í Vestmannaeyjum og gat komið beint þaðan,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSu. Tveir farþegar lentu undir rútunni en það tókst að ná þeim þaðan með hjálp vinnulyftu í einkaeigu frá Vík í Mýrdal. Annar þeirra var úrskurðaður látinn á slysstað. Heimildir Fréttablaðsins herma að fleiri farþegar hafi kastast út úr rútunni.Alls voru tólf fluttir með þyrlum á Landspítalann þar sem mikill viðbúnaður var.Vísir/Anton Brink„Eftir að fólkið hafði verið losað hófst vinna við að forgangsraða fólki. Landspítalanum hafði verið gert viðvart og voru níu fluttir þangað mjög alvarlega slasaðir með þyrlum LHG. Þrír til viðbótar, minna slasaðir, fóru með þyrlunum,“ segir Styrmir. Aðrir hafi verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri en þaðan voru tíu fluttir með þyrlu á HSu. „Ég vil hrósa öllum sem komu að þessu. Frá vettvangi og til Reykjavíkur auk allra annarra sem að þessu komu.“Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.VÍSIR/ERNIR„Það var mikið högg að fá tólf í einu en samvinnan við alla gekk mjög vel fyrir sig, eins og hún gerir nánast alltaf. HSu axlaði miklar byrðar sem gerði það að verkum að við gátum einbeitt okkur að þessum tólf mest slösuðu,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Ólafur segir að Landspítalinn sé alltaf fullnýttur og því hafi þurft að byrja á því að skapa rými fyrir þá sem fluttir voru á spítalann af slysstað. Einhverjir sjúklingar hafi því verið fluttir á Akranes. Slysið kom á versta tíma fyrir spítalann enda yfirleitt álagstími strax eftir jólin. Gulu viðbragðsstigi var lýst yfir á spítalanum og fólki bent á að leita á heilsugæslustöðvar og Læknavaktina. Viðbragðsstiginu var aflétt klukkan sex í gær. Í hópslysaæfingum hér á landi hafa meðal annars verið æfðar aðstæður þar sem flytja þarf fólk úr landi vegna álags á stofnanir hérlendis.Gulu viðbragðsstigi var lýst yfir á Landspítalanum vegna slyssins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Það hefði þurft að minnsta kosti tvöfalt fleiri slasaða til að setja okkur í þá stöðu en slíkt fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum á stofnunum og eðli áverka hverju sinni. Slíkt er inni í viðbragðsáætlunum okkar og almannavarna,“ segir Ólafur. „Það er svo verðmætt að vera búin að æfa viðbrögð. Við höldum reglulega æfingar og það skilar sér.“Vill sjúkraþyrlu á Suðurland Það sem af er ári hafa orðið minnst þrettán óhöpp hópferðabíla hér á landi. Í flestum hafa orðið engin, eða minniháttar slys, á fólki. Nokkur þeirra hafa átt sér stað í umdæmi Suðurlands. „Við höfum verið mjög uppteknir undanfarna daga. Við höfum verið með hjartað í brókinni að svona geti gerst í ljósi gríðarlegs álags stórra ökutækja á svæðinu,“ segir Styrmir. Styrmir segir að samræmdar aðgerðaáætlanir og æfingar geri fólk betur í stakk búið til að takast á við slík áföll en helst vildu menn að aldrei þyrfti að reyna á þær. Kallað hefur verið eftir því að hálkuvarnir verði bættar fyrir austan Vík í Mýrdal og bæta vegi. „Það að fyrsta þyrlan hafi verið í æfingaflugi virkaði í raun eins og hún væri á staðvakt. Það var gríðarlega mikilvægt. Það ýtir undir þá skoðun sem við höfum haft að það eigi alltaf að vera sjúkraþyrla tæk á staðvakt á Suðurlandi í ljósi af umferðarálagi á svæðinu,“ segir Styrmir. Fyrsta þyrlan sem mætti á vettvang í gær var stödd í Vestmannaeyjum þegar kallið kom og segir Styrmir það hafa verið mikilvægt hversu fljót hún var á staðinn.Vísir/AntonSendiherra heimsótti fjöldahjálparmiðstöð og LSH Liu Mingming sendiherra Kína fór í kjölfar slyssins og heimsótti þá slösuðu, bæði á Landspítalanum og fjöldahjálparmiðstöðinni sem opnuð var á Kirkjubæjarklaustri. Hann fór ásamt öðrum starfsmönnum sendiráðsins til þess að fá frekari upplýsingar um tildrög slyssins og líðan þeirra slösuðu. Kínverska sendiráðið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að sendiráðið hafi strax komið af stað viðbragðsáætlun vegna slyssins í gær. Þá leggja þau áherslu á að málum kínversku ríkisborgaranna sem slösuðust verði fylgt náið eftir og bjóða þeim fram alla nauðsynlega aðstoð.
Ferðamennska á Íslandi Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Æfingar skiptu sköpum á slysstað Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 27. desember 2017 22:30 „Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19
Æfingar skiptu sköpum á slysstað Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 27. desember 2017 22:30
„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. 28. desember 2017 08:39