Henry Birgir Gunnarsson stýrir þættinum venju samkvæmt en með honum í þáttum kvöldsins eru Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. eða Staredown Steindi eins og hann vill láta kalla sig í þættinum.
Í uppgjörsþættinum er stiklað á stóru í skemmtilegu ári hjá UFC. Besti bardaginn valinn sem og besti bardagamaðurinn svo fátt eitt sé nefnt.
Strákarnir skoðuðu líka það skrýtna og skemmtilega sem gerðist og má sjá það hér að neðan.
Fyrri þátturinn hefst á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld og seinni þátturinn kemur svo beint í kjölfarið.