Hafurinn í Gävle kominn langleiðina með að lifa jólin af Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 16:29 Hafurinn í Gävle er 3,6 tonn að þyngd og stærsta geit sinnar tegundar. Vísir/EPA Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms. Norðurlönd Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms.
Norðurlönd Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira