Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 12:45 George Weah, verðandi forseti Líberíu. Vísir/AFP Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“ Líbería Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“
Líbería Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira