Fjárlög gætu dregist inn í nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 15:21 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög. Alþingi Fjárlög Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er tiltölulega bjartsýnn á að takist að ljúka umræðu og samþykkja fjárlög í kvöld. Annars verði fundað aftur á morgun, laugardag. „Þetta hefur gengið vel, við höfum yfirleitt bara tekið einn dag í einu. Reynt að ná saman um tilhögun fundahaldanna daga í senn ef svo má að orði komast. Fram að þessu hefur það gengið vel. Það er öllum ljós að það er mikið verk sem hér þarf að vinna á stuttum tíma. Það hefur gengið ágætlega og haldist nokkurn veginn á þeirri áætlun sem við lögðum upp með fyrir jólin.“ Fjárlagafrumvarpið þarf að klárast fyrir áramót og því verður þingfundi framhaldið á morgun ef ekki næst að afgreiða málið í kvöld. „Við sjáum bara hvað setur. Við reynum og förum inn í kvöldið, jafnvel nóttina ef þess þarf. Ég held að það sé hugur í öllum að klára þetta. Við tökum auðvitað þann tíma sem þarf.“ Hann segir auðvitað ekki æskilegt að frumvarpið sé óklárað á þessum tíma árs þó fordæmi séu fyrir því í hans tíð á þingi. Það eigi ekki að vera fordæmi fyrir einu né neinu. „Vonandi er þetta í síðasta skiptið í einhver ár þar sem við lendum í svona löguðu, að vera með kosningar seint að hausti sem skapa þessu öllu þröngan tímaramma yfir áramótin.“ Verið er að ljúka umræðu um fjáraukalög þessa stundina og svo tekur við þriðja umræða um fjárlög.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira