Aldrei fleiri leitað á Neyðarmóttökuna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 18:20 187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís. Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís.
Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58
Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10